Frestað – nánar auglýst síðar.
Dagskrá Hugvísindaþings 2020

Guðmundur Hálfdanarson, forseti Hugvísindasviðs, setur þingið 13. mars kl. 12.00 í Hátíðasal Háskóla Íslands.
Carolyne Larrington, prófessor við Oxford-háskóla og sérfræðingur í norrænum og evrópskum miðaldabókmenntum sem og nútíma aðlögunum á miðaldaefni, heldur hátíðarfyrirlestur: Why ‘Game of Thrones’ matters. Storytelling in a globalised context (sjá nánar hér).

Að loknum málstofum föstudaginn 13. mars er þátttakendum Hugvísindaþings boðið til móttöku í tilefni opnunar Listmílu, 40 ára afmælissýningar Listasafns Háskóla Íslands. Opnunin verður í anddyri Odda kl. 17.00. Jón Atli Benediktsson rektor opnar sýninguna sem sett hefur verið upp í nokkrum byggingum og tengigöngum háskólans. Boðið verður upp á veitingar.