Ekki er allt sem sýnist – Dulin viðhorf til breytileika í íslensku máli

In Málstofur 2017 by Elín Björk Jóhannsdóttir

Það er eðlilegt að fólk hafi mismunandi viðhorf, einnig til máls og breytileika í máli, enda mótast þau meðal annars af bakgrunni, reynslu og umhverfi. Þegar spurt er um viðhorf til máls einkennast svörin oft af huglægu mati og bera merki um viðmið sem eru viðurkennd í samfélaginu. Slík viðhorf má kalla meðvituð, þau endurspegla jafnvel það sem fólki finnst að því „eigi“ að finnast. Hins vegar er ekki víst að meðvituð og ómeðvituð viðhorf fari saman – og þau sem leynast undir yfirborðinu geta haft áhrif á málnotkun fólks, viðbrögð við málnotkun annarra og þróun tungumálsins.

Í þessari málstofu verða kynntar niðurstöður þriggja rannsókna sem hafa að markmiði að afhjúpa ómeðvituð, þ.e. dulin, viðhorf til breytileika í íslensku. Um er að ræða viðhorf til harðmælis/linmælis, málhreims í innflytjendamáli og „netlensku“, þ.e. óformlegs málfars í netsamskiptum.

Kristján Árnason prófessor kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.

2017

Hvar
Stofu 052 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Stefanie Bade


Fyrirlesarar og titlar erinda

11. mars kl. 13.00-14.30

Deila færslunni