Forsendur – framkvæmd – fræði

In Málstofur 2017 by Elín Björk Jóhannsdóttir

Í þessari málstofu verður komin inn á ýmis svið máltileinkunar, fjallað um innihald námskrár á fleiri en einu sviði, ýmsum skólastigum og nokkrum löndum. Glímt er við spurningar eins og: Hvernig samrýmast námskrár kenningum um tungumálanám og að hvaða leyti er komið til móts við þarfir og óskir nemenda í útfærslu námskrár í skólum? Er kennslu tungumála öðruvísi háttað í nágrannalöndum okkar – og sé svo, hvaða ástæður kunna að vera fyrir því? Einnig er fjallað um fagmenntun kennara og hvaða kröfur megi gera til þeirra í tungumálakennslu.

Fundarstjóri verður Gunnhildur Jónatansdóttir.

Athugið: Óskir um að fyrirlestrar (einstakir eða allir) verði túlkaðir á íslenskt táknmál þarf að senda til Rannveigar Sverrisdóttur, rannsve@hi.is, í síðasta lagi 6. mars.

2017

Hvar
Stofu 222 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 10.00-12.00

Málstofustjóri:
Þórhildur Oddsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

11. mars kl. 10.00-12.00

Námskrár draga fram ólíka menningu og hefðir háskólagreina og hugmyndafræðin sem býr að baki hugtakinu er mismunandi. Ákvörðun um hvað námskrá inniheldur, felur um leið í sér ákvarðanir um það hvaða þekking skiptir máli og hvað síður. Innan tungumálagreina, sem og annarra námsgreina, þarf að velta fyrir sér hvers konar þekkingu og þjálfun ólíkir þættir í námskrá veita nemendum. Í erindinu verður fjallað um endurskoðun námskrár í táknmálsfræði og táknmálstúlkun og sjónum beint að því hvað námskrár tungumálanáms á háskólastigi eigi að innihalda eða fela í sér.

Athugið að fyrirlesturinn verður túlkaður á íslenskt táknmál verði þess óskað, einnig aðrir fyrirlestrar á þinginu. Senda þarf beiðni til Rannveigar Sverrisdóttur, rannsve@hi.is, í síðasta lagi 6. mars.

I foredraget vil jeg sammenligne danskfaget i Island, på Færøerne og i Sverige. Primært vil jeg fokusere på bekendtgørelser og læreplaner for fremmedsproget dansk i de tre sprogsamfund. Spørgsmål der interesserer mig, er hvilke argumenter der bruges for at undervise i dansk, hvor dansk er placeret i uddannelsessystemet, hvor meget valgfrihed der er knyttet til faget, og hvilken relation der er mellem dansk og øvrige fremmedsprog. Videre vil jeg inddrage viden om danskfagets historie og forskning i kontakt mellem dansk og de officielle sprog der tales i de tre sprogsamfund, det vil sige islandsk, færøsk og svensk.
Í erindinu verður sagt niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal nemenda á lokaári í dönsku í grunnskóla, skólaárið 2015 – 2016. Fjöldi svarenda var um 431 í dönsku og að auki 64 nemendur í norsku og sænsku. Verkefnið var liður í þriggja ára Nordplus sprog verkefni sem unnið í samstarfi við Færeyinga og Grænlendinga. Nemendur voru beðnir um að lýsa gagnsemi náms í Norðurlandamálum, kennsluháttum eins og þeir koma þeim fyrir sjónir í dagsins önn, inntaki náms, áherslum og framkvæmd. Einnig voru þeir beðnir um að segja frá hvernig þeir myndu vilja að kennslustundirnar færu fram og hvers konar viðfangsefni þeim hugnast best. Fyrir nemendum á þessu aldursskeiði er kunnátta í tungumáli metin út frá hæfni til að beita mæltu máli. Gerð verður tilraun til að spegla óskir nemenda, kennsluhætti og áherslur í kennslu, eins og þær birtast í umsögnum þátttakenda, í ljósi Aðalnámskrár og Evrópska tungumálarammans og bera fyrirliggjandi upplýsingar saman við kenningar um áhugahvöt, tungumálasjálf og um árangursríka þjálfun nemenda í að beita málinu í raunverulegum aðstæðum – þekktum og ókunnugum.
Í erindinu verður að hluta til sagt frá niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal dönskukennara nemenda í 10. bekk, skólaárið 2015-2016. Fjallað verður um menntun og kröfur til tungumálakennara, með áherslu á dönskukennslu. Fyrir fáum árum var kennaranám lengt í 5 ár á öllum skólastigum og því upplagt að velta fyrir sér hvaða breytingar það hefur og mun hafa í för með sér í þá átt að efla faglega menntun dönskukennara. Einnig verður fjallað um hvernig sá hópur sem kennir dönsku í grunnskólum er í stakk búinn til að sinna þeirri kennslu hvað varðar faglegan bakgrunn og þær kröfur sem námskrá gerir til þeirra. Enn fremur verður skoðað hvaða möguleikar á endurmenntun, starfsþróun og námskeiðum standa kennurum til boða, bæði hvað lengd og innhald varðar. Ákveðin þversögn er fólgin í ætlun og framkvæmd nemenda og kennara þegar hugað er að talmálskennslu því ósk nemenda um notkun markmáls í tímum er skýr. Komið verður inn á hvaða áhrif minni kennsla í norrænum málum í framhaldsskólum ætti að hafa, en ófullkomin tilfærsla á námi til grunnskólans rýrir hlut dönskunnar vegna ófullnægjandi undirbúnings. Og hvernig rímar þessi framkvæmd við inntökuviðmið í háskóla hér heima og erlendis. Við þetta má bæta ákvæðum námskrár um að allir nemendur í dönsku skuli kynnast norsku og sænsku innan vébanda dönskukennslunnar, en hvorki undirbúningur kennara né námsefni mætir þeim kröfum. Loks verður komið inn á hvernig æskilegu fyrirkomulagi á dönskukennslu gæti verið háttað.

Deila færslunni