Forsendur – framkvæmd – fræði

In Málstofur 2017 by Elín Björk Jóhannsdóttir

Í þessari málstofu verður komin inn á ýmis svið máltileinkunar, fjallað um innihald námskrár á fleiri en einu sviði, ýmsum skólastigum og nokkrum löndum. Glímt er við spurningar eins og: Hvernig samrýmast námskrár kenningum um tungumálanám og að hvaða leyti er komið til móts við þarfir og óskir nemenda í útfærslu námskrár í skólum? Er kennslu tungumála öðruvísi háttað í nágrannalöndum okkar – og sé svo, hvaða ástæður kunna að vera fyrir því? Einnig er fjallað um fagmenntun kennara og hvaða kröfur megi gera til þeirra í tungumálakennslu.

Fundarstjóri verður Gunnhildur Jónatansdóttir.

Athugið: Óskir um að fyrirlestrar (einstakir eða allir) verði túlkaðir á íslenskt táknmál þarf að senda til Rannveigar Sverrisdóttur, rannsve@hi.is, í síðasta lagi 6. mars.

2017

Hvar
Stofu 222 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 10.00-12.00

Málstofustjóri:
Þórhildur Oddsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

11. mars kl. 10.00-12.00

Deila færslunni