Íðorðastarf í Háskóla Íslands

In Málstofur 2017 by Eiríkur Smári Sigurðarson

Háskóli Íslands hefur samþykkt ályktanir um íðorðastarf (1990) og sett sér málstefnu (2004 og 2016) þar sem m.a. kemur fram að einstakar kennslu- og fræðigreinar eru hvattar til að beita sér fyrir skipulegri íðorðasmíð og íðorðasöfnun, hver á sínu sviði. Það er m.a. hlutverk málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að styðja við íðorðastarfsemi og veita ráðgjöf. Hér verður fjallað um reynsluna af þessum samþykktum. Hafa þær hvatt fræðimenn við Háskóla Íslands til að fást við íðorðastarf? Á hvaða hátt getur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stutt við íðorðastarfsemina? Sagt verður frá íðorðastarfi í þremur greinum við Háskóla Íslands þar sem grunnur starfsins er mjög mismunandi: byggingarverkfræði (Verkfræði- og náttúruvísindasvið), hjúkrunarfræði (Heilbrigðisvísindasvið) og tómstundafræði (Menntavísindasvið).

Fundarstjóri verður Hallgrímur J. Ámundason, verkefnisstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

2017

Hvar
Stofu 069 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 15.00-17.00

Málstofustjóri:
Ágústa Þorbergsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 15.00-17.00

Deila færslunni