Innan heims og handan: Guðdómur, dauði og réttlæti í fornöld

In Málstofur 2017 by Margrét Guðmundsdóttir

Málstofan beinir sjónum sínum að grísk-rómverskum hugmyndum um guðdóminn, dauða og réttlæti. Goðsögur Platons um örlög sálarinnar fyrir handan verða kannaðar, en hann taldi að sálin væri ódauðleg og heiminum stjórnaði réttlátur guð. Þessi kenning var að vissu leyti heimspekilegt nýmæli, þar sem allt til til loka 5. aldar f.Kr. héldu flestir Grikkir að guðdómurinn skipti sér fyrst og fremst af hinum lifandi, en ekki hinum framliðnu. Heimspekiskólar fornaldar höfðu ennfremur margir yfirvegaða afstöðu til sjálfsvígs. Hjá rómverska heimspekingnum Cicero vöknuðu áleitnar spurningar um réttmæti þess og sóma að binda endi á líf sitt vegna atburða í eigin lífi. Hér verður sjónum beint að hugleiðingum Ciceros um eigin aðstæður og ástæður til að binda eða binda ekki endi á líf sitt. Hugmyndir um guðdóminn meðal hinna fyrstu stóumanna voru mótaðar af panteisma, algyðistrú. Á hinn bóginn má sjá talsverð frávik frá panteískum hugmyndum meðal rómverskra stóumanna á 1. og 2. öld e.Kr. Guðfræði tveggja þeirra, Seneca og Epiktetosar, verður könnuð í málstofunni, en báðir vitna þeir um sérkennilega blöndu af panteisma og teisma (trú á persónulegan Guð handanheimsins).

Fundarstjóri er Gunnar Harðarson, prófessor í heimspeki.

2017

Hvar
Stofu 069 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Rúnar Már Þorsteinsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

11. mars kl. 13.00-14.30

Deila færslunni