Íslensk handrit í Svíþjóð

In Málstofur 2017 by Margrét Guðmundsdóttir

Árni Magnússon safnaði íslenskum handritum af ástríðu. Hann safnaði öllum handritum og handritsbrotum sem hann komst yfir nema kaþólskum helgisiðabókum, en áður en hann hóf söfnun seint á 17. öld höfðu mörg íslensk handrit borist til Danmerkur og Svíþjóðar. Heilar skinnbækur frá miðöldum voru eftirsóttastar meðal fornfræðinga og bókasafnara í þessum löndum en mörg pappírshandrit flutu með. Flest þessara handrita eru varðveitt enn þann dag í dag en nokkur hafa glatast. Í málstofunni verður fjallað um nokkur íslensk handrit í Svíþjóð, örlög þeirra og efni.

Fundarstjóri verður Svanhildur Óskarsdóttir, rannsóknardósent hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

2017

Hvar
Stofu 207 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Guðvarður Már Gunnlaugsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

11. mars kl. 13.00-14.30

Deila færslunni