Konur og kynhlutverk í dægurmenningu fyrri alda

In Málstofur 2017 by Elín Björk Jóhannsdóttir

Málstofan tekur til umfjöllunar hlutskipti kvenna í íslenskum bókmenntum fyrri alda. Fyrirlestrarnir munu, hver með sínum hætti, varpa ljósi á ýmsar hliðar kvennakúgunar sem birtast okkur m.a. í réttindaleysi, kynferðisofbeldi og alls kyns niðurlægjandi framkomu í garð kvenna. Fjallað verður um niðrandi húmor og fastmótaðar hugmyndir um kynhlutverk eins og þær birtast í gamankvæðum sem eru hluti sagnadansa; þá víkur sögunni að öskubuskuminninu sem skýtur víða upp kollinum í ævintýrum og fornaldarsögum, meðal annars í Ragnars sögu loðbrókar. Loks er hugað að frygð, meydómi, getuleysi og nauðgun og ýmsum birtingarmyndum þessa í tilteknum rímum. Athygli verður þannig einkum beint að textum sem telja má til dægurmenningar fyrri alda, fornaldarsögum, rímum, sagnadönsum og ævintýrum.

Fundarstjóri: Aðalheiður Guðmundsdóttir prófessor.

2017

Hvar
Stofu 218 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Ingibjörg Eyþórsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 13.00-14.30

Deila færslunni