Konur og ofbeldi í íslenskum samtímabókmenntum

In Málstofur 2017 by Elín Björk Jóhannsdóttir

Í málstofunni verður sjónum beint að birtingarmyndum kvenlægs ofbeldis í íslenskri samtímaljóðlist og -skáldskap. Þrjú nýleg skáldverk verða tekin til greiningar: Drápa eftir Gerði Kristnýju, Gráspörvar og ígulker eftir Sjón og Kata eftir Steinar Braga. Í hverju verki fyrir sig má greina sameiginlega þræði sem snerta stöðu konunnar í samfélaginu, kúgun hennar og þau tæki sem standa henni til boða til þess að brjótast undan kynbundnu ofríki, hvort sem ástæður þess eru samfélagslegar, dramatískar eða hreinlega sökum „grimmdar“ höfundar. Spurt er hvort þessi skáldverk endurspegli hugmyndir samtímans um kynbundið ofbeldi og um leið hvernig þeim sé miðlað.

2017

Hvar
Stofu 052 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 10.30-12.00

Málstofustjóri:
Alda Björk Valdimarsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

11. mars kl. 10.30-12.00

Deila færslunni