Líftaug landsins? Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010

In Málstofur 2017 by Margrét Guðmundsdóttir

Undanfarin ár hefur hópur háskólakennara unnið að ritun á sögu utanlandsverslunar Íslands og er hún nú væntanleg í tveimur bindum. Verkið rita fimm höfundar sem fjalla um áhrif utanlandsverslunar á atvinnulíf, framleiðslu, neyslu og neysluhegðun. Í verkinu er einnig rætt um sjálfsþurft, verslunarstaði, siglingar og helstu verslunarvörur. Spurt er hvernig verðlag var ákveðið, hvaða afstöðu fólk hafði til innfluttra vara og rætt um frelsi í viðskiptum og markaðshyggju. Mikilvægi utanlandsverslunar á ólíkum skeiðum Íslandssögunnar er einnig til umfjöllunar, svo nokkur viðfangsefni séu nefnd. Í málstofunni flytja höfundarnir fimm erindi auk þess sem Sumarliði R. Ísleifsson ritstjóri verksins flytur inngangsorð.

Fundarstjóri er Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur.

2017

Hvar
Stofu 220 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 13.00-16.00

Málstofustjóri:
Sumarliði R. Ísleifsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 13.00-14.30

10. mars kl 15.00-16.00

Deila færslunni