Líftaug landsins? Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010

In Málstofur 2017 by Margrét Guðmundsdóttir

Undanfarin ár hefur hópur háskólakennara unnið að ritun á sögu utanlandsverslunar Íslands og er hún nú væntanleg í tveimur bindum. Verkið rita fimm höfundar sem fjalla um áhrif utanlandsverslunar á atvinnulíf, framleiðslu, neyslu og neysluhegðun. Í verkinu er einnig rætt um sjálfsþurft, verslunarstaði, siglingar og helstu verslunarvörur. Spurt er hvernig verðlag var ákveðið, hvaða afstöðu fólk hafði til innfluttra vara og rætt um frelsi í viðskiptum og markaðshyggju. Mikilvægi utanlandsverslunar á ólíkum skeiðum Íslandssögunnar er einnig til umfjöllunar, svo nokkur viðfangsefni séu nefnd. Í málstofunni flytja höfundarnir fimm erindi auk þess sem Sumarliði R. Ísleifsson ritstjóri verksins flytur inngangsorð.

Fundarstjóri er Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur.

2017

Hvar
Stofu 220 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 13.00-16.00

Málstofustjóri:
Sumarliði R. Ísleifsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 13.00-14.30

Hópurinn sem stendur að verslunarsögunni kom sér saman um að miða við sameiginleg stef í rannsóknum sínum og skrifum. Þau eru: 1. Ísland og umheimurinn. 2. Sjálfsþurft og áhrif erlendra markaða. 3. Áhrif utanlandsverslunar á framleiðslu og atvinnulíf. 4. Neysluhegðun og áhrif utanlandsverslunar á líf almennings. 5. Afstaða Íslendinga til utanlandsverslunar. 6. Frelsi og stýring. Ég mun fjalla um stefin og tímabilið 900-1600.
Ríkismyndun fól í sér að hefðbundin lénssamfélög voru afnumin sem meira eða minna sjálfstæð stjórnsýslu- og viðskiptahéröð og tiltölulega stór
ríki komu í stað þeirra. Innleiðing einokunarverslunar á Íslandi 1602
var dæmi um þessa ríkismyndun. Verðlag átti að ákveða með konunglegum tilskipunum. Beinni verslun milli kaupmanna og viðskiptavina var komið á án milligöngu innlendra höfðingja eins og áður var algengt. Dönsk einokun var hér við lýði, frá 1787 í breyttu formi, allt til 1854 þegar
verslunarfelsi var komið á. Afnám einokunar var eðlileg afleiðing þess að einveldi var afnumið í Danaveldi 1848.
Fjallað verður um siglingatregðu til Íslands á tímum Napóleonsstyrjalda og afleiðingar hennar.

Hér var ekki sjálfsþurftarbúskapur og ríkti hungursneyð á tímabili. Hvernig brugðust Íslendingar við skorti? Voru þeir hugmyndaríkir? Gnægð er til af heimildum um viðbrögð bæði háttsettra embættismanna og almennings sem verða rædd í fyrirlestrinum.

10. mars kl 15.00-16.00

Útfluttar sjávarafurðir Íslendinga voru alla tíð aðallega fiskur, en frá fornu fari einnig *lýsi*, og fór hlutdeild þess mjög vaxandi á 19. öld og fram yfir 1900, mest vegna hákarlaveiða og síðan hvalveiða. Af landbúnaðarvörum hafði alla tíð verið flutt út ull eða ullarvörur, en á 19. öld í stórauknum mæli *tólg* og eftir 1900 *smjör*. Útflutningsverslunin með þessar þrjár tegundir fitu sýnir einkar skýrt hvernig innlend framleiðsla lagaði sig að breytilegum erlendum mörkuðum sem mótuðust af sívaxandi eftirspurn (eftir feitmeti, ljósmeti og hráefnum) en líka vaxandi samkeppni (frá gasi og jarðolíu til ljósa, jurtafeiti, tólg og hvallýsi frá fjarlægum löndum) og tækninýjungum (t.d. smjörlíkisgerð og hertri fitu). Þessi saga sýnir í hnotskurn hvernig hagkvæmari millilandaverslun kallaði á sérhæfðari útflutningsframleiðslu, ekki aðeins í sjávarútvegi landsins í heild heldur í framleiðslu hvers héraðs og hvers sveitaheimilis.
Í kalda stríðinu þróaðist sérstakt og náið viðskiptasamband milli Íslands og Sovétríkjanna sem setti austrænan blæ á utanríkisverslunina. Í erindinu er fjallað um þessi viðskipti og leitað svara m.a. við eftirfarandi spurningum: Hvaða hagsmunir voru þarna á ferðinni, viðskiptalegir eða pólitískir? Hvernig gátu svo umsvifamikil viðskipti samrýmst stöðu Íslands sem vestræns ríkis í nánum tengslum við Bandaríkin? Hvaða máli skiptu Rússaviðskiptin fyrir Ísland?

Deila færslunni