1957

In Málstofur 2017 by Eiríkur Smári Sigurðarson

Í málstofunni verður litið 60 ár aftur í tímann og spurt; hvaða öfl stýrðu íslenskri bókmennta-umræðu árið 1957? Fyrirlestrarnir fjalla ekki aðeins um höfunda og verk þeirra, eins og t.d. Brekkukotsannál Halldórs Laxness, heldur líka þær stofnanir, samtök og einstaklinga sem ákvarða leikreglur bókmenntakerfisins. Í þessu sambandi verður m.a. horft á hlutverk gagnrýnenda, útvarpsins og ríkisvaldsins. Einnig verður skoðað hvernig reyndi á regluverkið m.a. með tilliti til þýðinga auk þess sem greint verður hvernig Ísland kom Dönum fyrir sjónir.

Auður Aðalsteinsdóttir stýrir umræðum og kynnir fyrirlesara fyrir hlé, en Haukur Ingvarsson eftir hlé.

2017

Hvar
Stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 13.00-16.30

Málstofustjóri:
Haukur Ingvarsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 13.00-14.30

10. mars kl. 15.00-16.30

Deila færslunni