Discrimination, justice and the role of humanities / Mismunun, réttlæti og hlutverk hugvísinda

In Málstofur 2017 by Eiríkur Smári Sigurðarson

UNESCO (United Nations Education, Scientific and Cultural Organisation) works towards equality and justice in the world. The organisation emphasises gender and education in its work as well as the effects of climate change on human communities and access to clean water. This seminar will explore these global challenges from the perspective of the humanities and asks how they can contribute to increase justice and equality in the world. UNESCO puts emphasis on the role of humanities for positive social change.

The seminar will be in English.

Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, beitir sér fyrir auknum jöfnuði og réttlæti í heiminum. Stofnunin leggur áherslu á kyn og menntun í starfi sínu, áhrif loftslagsbreytinga á samfélög fólks og aðgang að hreinu vatni. Í málstofunni verða þessar áskoranir skoðaðar í ljósi hugvísinda og spurt um framlag þeirra til aukins réttlætis og jöfnuðar í heiminum – en UNESCO leggur áherslu á mikilvægi hugvísinda fyrir jákvæða samfélagsþróun.

Málstofan fer fram á ensku.

2017

Hvar
Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 13.00-16.30

Málstofustjórar:
Eiríkur Smári Sigurðarson og Henry Alexander Henrysson


Fyrirlesarar og titlar erinda

11. mars kl. 13.00-14.30

One of UNESCO’s instruments for positive change is the humanities. The idea is that research and education in the humanities make individuals and groups more capable to deal with serious challenges. Global warming, rising sea levels, financial crises, extreme poverty and increased inequality affect most those who already are most vulnerable and the capacity to meet these challenges as human beings – the capacity for change – can be crucial. This theory is gets support from resent research on the impact of the humanities, The Impact and Future of the Arts and Humanities, which was published last year. This paper will address the question: How do the humanities increase the capacity for change?

Hugvísindi breyta heiminum

Eitt af tækjum UNESCO til að stuðla að jákvæðri þróun eru hugvísindi. Hugmyndin er sú að rannsóknir og menntun í hugvísindum geri einstaklinga og samfélög hæfari til að takast á við alvarlegar áskoranir sem þau standa frammi fyrir. Hlýnun andrúmsloftsins, hækkandi sjávarborð, efnahagslegar hamfarir, alvarleg fátækt og vaxandi ójöfnuður hafa mest áhrif á þá sem standa verst og hæfni til að takast á við þessar áskoranir sem manneskjur – hæfnin til að taka breytingum – getur skipt sköpum. Kenningin fær stuðning í niðurstöðum nýlegra rannsókna á gagni hugvísinda sem voru birtar í bókinni Áhrif og framtíð hugvísinda, sem kom út á síðasta ári.  Í þessum fyrirlestri verðu hugmyndin um að hugvísindi geri mann hæfari til að taka breytingum tekin til umræðu og spurt: Hvernig?

Namibia, known as Africa´s last colony, only gained independence in 1990. In this paper, historical and institutional perspectives are applied to examine present day supply of water in rural Namibia. The notion of water as a fee commodity has great implications for modern day community based management. Such perspectives are in line with what is considered an African naturalistic view on water, but can also be traced to constructed expectations due to the levels of service offered under South African rule during the apartheid era. Diverse examples of historical legacies of apartheid are highlighted in this session, ranging from government recruitment procedures and sanitation issues to sexuality.

Sögulegur arfur: Vatnsmál í Namibíu í kjölfar aðskilnaðarstefnu

Namibía, sem nefnd hefur verið síðasta nýlenda Afríku, hlaut sjálfstæði árið 1990. Í fyrirlestrinum er sögulegum og stofnanalegum greiningum beitt til að skoða vatnsveitur og -þjónustu í sveitahéruðum Namibíu. Hugmyndin um frjálsan aðgang að vatni hefur mikil áhrif á namibíska samfélagsstjórnun í dag. Slík viðhorf ríma við afrískan natúralisma, en þau má einnig rekja til þeirra væntinga sem mótuðust vegna þjónustuframboðs stjórnar Suður-Afríku á aðskilnaðartímanum. Önnur dæmi sem tekin eru í fyrirlestrinum um sögulegan arf aðskilnaðarstefnunnar koma úr ýmsum áttum: ráðningar hins opinbera, hreinlætismál og kynhegðun.

Events of violence surround us in the media almost everywhere. Through text, image, and audio-visual reportage, news of death, dismemberment, disfigurement, wounding, crippling, and all the other infinite ways in which the body can be violently attacked, is brought to our attention almost every day. In many ways, we feel that the world is changing through and because of this violence, and also because of our constant awareness of it. How do we cope with this kind of change?

This presentation is essentially a compilation of various kinds of images of violence that often get little attention beyond the initial response of horror or revulsion. My belief is that if we are able to decode the manner of, and rationale behind, the production of these images, we will be better able to decipher and comprehend them. In so doing, we will come to a more intelligent understanding of the ways in which violence works, and, thereby, be more able to resist the forces that drive it.

While the presentation aims at being a practical demonstration of deciphering images of violence, I will embed this understanding within a theoretical framework that will allow these examples to extend to a more general comprehension of the issues at work in their production and consumption.

Afkóðun dauða og limlestingar: Mikilvægi ímynda

11. mars kl. 15.00-16.30

White elephants, unintended consequences and development mistakes are common concepts in discourses on development. International development has been critiqued for not achieving the goals it sets out to accomplish, which include reducing poverty and helping those in need. The development concept and development cooperation have had to fight for its existence and it seems that they are here to stay despite political and sometimes academic resistance. Complex realities, cultural factors, and conflicting ideologies are, for example, thought to stand in the way of development successes.

The focus of this presentation is on the diverse complexities of development research and representations of complex socio-economic variables that are important to understand and acknowledge for development interventions to succeed and become sustainable. Empirical examples are provided from fieldwork in Tanzania where piracy, human trafficking and sex work, among other factors became involved.

Sjóræningjar og gleðikonur: Flóknar félagslegar breytur í þróunarrannsóknum

Hvítir fílar, ófyrirséðar afleiðingar og þróunarmistök eru hugtök sem gjarnan koma upp í umræðum um þróunarsamvinnu. Alþjóðleg þróunarsamvinna hefur lengi verið gagnrýnd fyrir að ná ekki þeim árangri sem stefnt var að, það er að segja að draga úr fátækt og koma þeim sem minnst mega sín til aðstoðar. Þróunarhugtakið og þróunarsamvinna hafa barist fyrir tilverurétti sínum og má segja að þau séu komin til að vera þrátt fyrir bæði pólitíska og stundum fræðilega andstöðu. Flókinn veruleiki, menningarlegir þættir og hugmyndafræðilegir árekstrar eru m.a. taldir standa í vegi fyrir árangri í alþjóðlegum þróunarverkefnum.

Í erindi þessu verður fjallað um hin ýmsu flækjustig þróunarsamvinnu og farið yfir samfélagslegar breytur sem mikilvægt er að tekið sé tillit til ef að þróunarinngrip eða skipulögð þróunarverkefni eiga að geta orðið árangursrík og sjálfbær. Dæmi eru tekin úr vettvangsrannsókn sem fram fór í Tansaniu þar sem sjórán, mansal og kynlífsþjónusta koma meðal annars við sögu.

Machiavelli stood outside the traditional thinking of medieval Europe. His ideas and concepts differ from his contemporaries and it is clear that he speaks and thinks of society and government differently from the great medieval writers. Because there is a unique way of forwarding his thought we still find sheer numbers of interpretation of his political thought. In so doing, we can see a startling degree of divergence about the central view and basic political attitudes of Machiavelli’s thought presented by the different interpreters. In this paper I will dwell on his differences and show that his ideas, even though he lived in the late medieval times, he transcend the thinking of his time. I will discuss features on his modernity from the realist perspective he hold in his political thinking. His idea of power relations and the obligation and right of the Prince, Society and hierarchy of power within it will be looked further.

Ná verk Machiavellis út yfir síðmiðaldir?

Education is one of the most fundamental human rights. One could argue that education is essential for the exercise of many other rights. Despite excellent progress around the world in implementing this right, international organisations such as UNESCO and the Council of Europe see education as an ongoing challenge. In some countries children and adults are still deprived of education opportunities, and in other countries the tide has turned backwards. New challenges have also surfaced with an exponential and global growth of education opportunities. Corruption in education is constantly becoming more widespread with governing bodies slow to react to new developments. In this talk, the situation of ethics and corruption in education will be assessed and asked whether it is possible to improve transparency and accountability in higher education. In particular, the talk asks how effective tool codes of conduct can be in the fight against corruption.

Réttur til náms í markaðsvæddum heimi

Á tuttugustu öld verður menntun að viðurkenndum mannréttindum. Dæmi um þessa vitundarvakningu má sjá í því hvernig efling allra skólastiga er talið eitt forgangsmála í þróunarsamvinnu. Þrátt fyrir mikinn árangur hafa stofnanir á borð við UNESCO og Evrópuráðið sífellt meiri áhyggjur af stöðu mála. Illa hefur gengið að ná til svæða þar sem þessi réttur hefur aldrei verið virtur og sums staðar hefur orðið afturför vegna breytinga í stjórnmálum og trúariðkun. Því til viðbótar hefur sú stökkbreyting sem víða hefur orðið í aðgangi að menntun haft ný vandamál í för með sér. Spilling hefur orðið sífellt ríkari í menntakerfum heimsins þar sem eftirlit hefur ekki náð að fylgja þróuninni. Fyrirlesturinn varpar ljósi á stöðu þessara mála í samtímanum þar sem athyglinni verður einkum beint að því hvernig mögulegt er að tryggja gagnsæi og ráðvendni á háskólastigi. Er þar einkum horft til hlutverks skráðra siðareglna og spurt hvort þær hafi nokkuð að segja í baráttu við spillingu.

Deila færslunni