Ofbeldi og tjáning í list og veruleika

In Málstofur 2017 by Elín Björk Jóhannsdóttir

Er til einhver siðferðilega ábyrg leið til þess að miðla ofbeldisreynslu í list og veruleika? Hvar liggja mörk skáldskapar og sannleika? Hvernig axla menn ábyrgð á ofbeldi og miðla þeim skilningi? Í málstofunni verður fjallað um listina sem félagslegt stjórntæki, um siðferðileg mörk tjáningar og ábyrgðarferli. Meðal skálda sem skoðuð verða eru Byron lávarður og Karl Ove Knausgaard, en jafnframt verður velt upp spurningum um raunveruleg ábyrgðarferli þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum.

2017

Hvar
Hátíðasal Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 15.00-17.00

Málstofustjóri:
Guðni Elísson


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 15.00-17.00

Deila færslunni