Saga, trauma and writing the past / Sagnaritun, áföll og fortíðarmynd

In Málstofur 2017 by Elín Björk Jóhannsdóttir

Recent studies of traumatic literature show how major historical events can leave marks on a collective level in cultural memory, especially in literary productions. The Sturlung age is the most violent time in Icelandic history. Decades of struggles led to the submission to the Norwegian crown in 1262-64. These troubled times also coincide with the rise of the Íslendingasögur. This session will explore the concept of trauma and its long-lasting impact on Icelandic mentality and culture, not the least the Íslendingasögur. It also looks at the way in which religious literature of the 14th century deals with trauma through the mediation of Mary the Mother of God.

Nýlegar rannsóknir á tengslum áfalla og bókmennta sýna að meiriháttar sögulegir viðburðir geta skilið eftir spor í sameiginlegum minningum og mótað bókmenntirnar. Á Sturlungaöld ríkti meira ofbeldi en á öðrum tímum Íslandssögunnar, með áratugalöngum átökum sem m.a. leiddu til þess að Íslendingar sóru norskum konungi trúnarðareiða. Um svipað leyti verður til ný bókmenntagrein, Íslendingasögur. Í málstofunni verður fjallað um áföll Sturlungaaldar og áhrif þeirra á íslenska menningu. M.a. verður hugað að brennum sem fjöldaáföll og að hlutverki skáldskaparins í túlkun áfalla. Í málstofunni verður einnig hugað að því hvernig trúarbókmenntir 14. aldar taka á áföllum með milligöngu Maríu guðsmóður.

Fyrirlestrar verða á ensku og íslensku.

Myndin er eftir Jóhannes Geir.

Fyrirlestur Sveins Yngva Egilssonar fellur niður af óviðráðanlegum ástæðum.

2017

Hvar
Stofu 050 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 15.00-17.00

Málstofustjóri:
Marion Poilvez


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 15.00-17.00

Over the last century, the concept of trauma has been used and re-examined in multiple ways. Whether criticised or updated, it has proven to be useful beyond the field of psychology, and has especially been fruitful in analysing the literary production emerging after collective and violent events (the first and second World Wars, the impact of the Holocaust on both historical and fictional narratives, or the still ongoing fresh influence of 9/11, etc). Since thirteenth century Iceland is considered the bloodiest time in Icelandic history, but at the same time the critical period of saga-writing, we may ask: how did the violence of the Sturlung Age impact Icelandic literature? This presentation will introduce a theoretical and methodological background to the study of violence and how it may have shaped features of saga-writing. Using concepts of traumatic literature -but also recent trends in cultural memory and the history of emotions- it will assess the potential of a new layer of understanding regarding the emergence and long-lasting prosperity of vernacular literature in medieval Iceland.
Íslendinga saga eftir Sturlu Þórðarson er í senn frásögn af atburðum sem áttu sér stað í minni þálifandi manna og listrænt bókmenntaverk. Flugumýrarbrenna 1253 var minnisverður atburður en frásögnin af henni hefur líka verið hampað fyrir að koma flókinni atburðarás til skila á spennandi og áhrifaríkan hátt. Lýsingin á hegðun Gissurar Þorvaldssonar eftir brennuna er ekki síður athyglisverð. Mikið er gert úr harmi Gissurar sem hann tjáir meðal annars í formi dróttkvæðra vísna sem hann kveður eftir brennuna og eftir að hann hefur hefnt hennar. En Gissur er líka að sviðsetja harm sinn þar sem vísunni er ætlað að berast um samfélagið. Í fyrirlestrinum mun ég velta því fyrir mér hvað hlutverki þessi sviðsetning tilfinninga gegndi í átökum samtímans.
The burning of Langahlíð on the 7th of May 1197 had scarred Icelandic memory to the degree that it warranted a mention alongside the more famous Flugumýrarbrenna burning, and a somewhat detailed depiction in the samtíðarsaga Guðmundar saga dýra. In this burning the local chieftain Guðmundr dýri Þorvaldsson responded to insults directed against his masculinity and a threat to his local power by the rival chieftain Önundr Þorkelsson by burning down the latter’s house with its inhabitants. The cruelty of this act was unique though not unprecedented in the pre-Sturlungaöld atmosphere, and in a sense was read as a taste of things to come.

In this paper, the description of the burning will be looked at alongside its possible literary influences, specifically the Njálsbrenna and the failed burning attempt orchestrated by Guðmundr inn ríki Eyjólfsson in Ljósvetninga saga, as well as other house-burning descriptions in the Old Icelandic corpus. The literary method of type-scenes will be suggested as the prism through which these scenes should be looked at, and the concepts of trauma and cultural memory will be the interpretative focus. How did medieval Icelanders deal with this historically traumatic event, and what influenced what in the intersection between history and literature, will be the guiding questions of this paper.

Fyrirlesturinn fellur niður af óviðráðanlegum ástæðum.

Fjórtándu aldar drápan Lilja eftir Eystein Ásgrímsson er þekktasta helgikvæði íslenskra miðaldabókmennta. Innlend skáldskaparhefð og alþjóðlegar trúarhugmyndir renna þar saman og mynda einstaka heild. Skáldið tekur mið af dróttkvæðum en einfaldar skáldamál þeirra og leggur þannig grunninn að íslenskum trúarkveðskap síðmiðalda. Heimssagan er þar rakin að kristnum hætti en hæst ber þó í kvæðinu Maríu guðsmóður sem skáldið lofsyngur í mörgum erindum. Í fyrirlestrinum verður fjallað um myndir Maríu í kvæðinu og hugað að fjölbreyttum hlutverkum hennar í miðaldatrú og menningu. Hún birtist meðal annars sem hin hrygga móðir (mater dolorosa) og hefur það hlutverk að veita raunamæddum huggun. Hún er sú móðurlega áfallahjálp sem kristnu fólki stendur til boða og í kvæðinu felur skáldið sig henni á vald með slíkri mælsku og myndmáli að sagt er að allir vildu Lilju kveðið hafa.

Deila færslunni