Siðaskipti í sögu og samtíð. Þverfagleg málstofa á vegum 2017.is

In Málstofur 2017 by Margrét Guðmundsdóttir

Guðfræðistofnun HÍ hleypti árið 2011 af stokkunum rannsóknarverkefni undir heitinu Siðaskipti í sögu og samtíð. Þverfræðilegt rannsóknarverkefni um áhrif siðaskiptanna á íslenska kristni, samfélag og menningu. 2017.is er kynningarheiti verkefnisins. Á komandi hausti verður gefið út safn 20 ritrýndra ritgerða og markar útgáfan lok verkefnisins.

Í málstofunni verður fjallað um rannsóknarviðhorf og túlkunaráherslur sem að gagni koma við rannsóknir á siðaskiptum hér á landi en þau urðu með öðru móti en í fjölmennari og flóknari samfélögum þar sem siðbótar- og/eða siðaskiptahreyfingar uxu fram.

Þá verður brugðið upp þverskurði af þeim rannsóknum sem unnar hafa verið á vegum verkefnisins. Fjallað verður um lúthersk áhrif á fræðslu og menntun í stærðfræði eða reikningslist sem og túlkun á Tyrkjaráninu í ljósi lútherskrar söguskoðunar á 17. öld. Loks verða kynntar áherslur í framsækinni, lútherskri guðfræði á 21. öld með áherslu á kynferðislegan margbreytileika og mannréttindi.

Ævar Kjartansson stýrir umræðum.

2017

Hvar
Stofu 218 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 15.00-17.00

Málstofustjóri:
Hjalti Hugason


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 15.00-17.00

Deila færslunni