Þverfaglegar nálganir á landslag

In Málstofur 2017 by Margrét Guðmundsdóttir

Í málstofunni verður fjallað um landslag, merkingu þess og mikilvægi, út frá fjölbreyttum sjónarhornum og nálgunum. Landslag er marglaga hugtak sem kallar ákaft eftir því að vera rannsakað á þverfaglegan hátt. Til að svara þessu kalli og hugleiða það nánar koma í málstofunni saman rannsakendur af sviðum heimspeki, mannfræði, myndlistar, fornleifafræði, bókmenntafræði, landfræði, hönnunar og náttúru- og umhverfisfræði. Í málstofunni verður þverfaglega tilraunaverkefnið „Landslag og þátttaka“ kynnt og rætt. Verkefnið er samstarf rannsakenda af ólíkum fræðasviðum þar sem markmiðið er að stuðla að aukinni þátttöku almennings í ákvörðunum er varða umhverfis- og skipulagsmál með landslag og gildi þess í forgrunni. Einnig verður fjallað um fleiri verkefni tengd landslagi og sambandi manns og umhverfis, auk þess sem mikilvægi þverfaglegrar samvinnu verður rætt í víðu samhengi.

2017

Hvar
Stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 10.00-14.30

Málstofustjóri:
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

11. mars kl. 10.00-12.00

11. mars kl. 13.00-14.30

Deila færslunni