Trú og myndlist

In Málstofur 2017 by Elín Björk Jóhannsdóttir

Umræðuefni málstofunnar eru trúarleg þemu í íslenskri myndlist í nútíma og samtíma. Trúarleg og andleg málefni hafa verið nátengd sköpun myndlistar frá örófi alda. Með nútímanum dró úr þeirri tengingu en þó hafa trúarleg og andleg málefni enn verið listamönnum hugleikin. Í málstofunni koma sérfræðingar í guðfræði og listfræði til með að ræða stöðu þessara tengsla í verkum íslenskra listamanna undanfarna öld og hvernig myndlistin bregst við þeim áskorunum sem trúin er í heimi nútímamannsins.

Fundarstjóri: Æsa Sigurjónsdóttir

Myndin er eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur

2017

Hvar
Stofu 218 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 13.00-14.00

Málstofustjóri:
Hlynur Helgason


Fyrirlesarar og titlar erinda

11. mars kl. 13.00-14.00

Deila færslunni