Trú, trúarþel og fötlun – Hið sammannlega

In Málstofur 2017 by Elín Björk Jóhannsdóttir

Fötlunarguðfræði er vaxandi fræðigrein, þar sem lögð er áhersla á virðingu og reisn manneskjunnar án tillit til líkamlegs og andlegs atgervis. Félagsleg viðurkenning, þátttaka og hið sammannlega er kjarni fötlunarguðfræðinnar. Prófessor John Swinton frá Háskólanum í Aberdeen er leiðandi fræðimaður alþjóðlega á sviði fötlunarguðfræði. Í erindi sínu mun hann leggja út af rannsóknum sínum með fólki með til dæmis einhverfu, þroskahömlun og minnisglöp. Jafnframt mun Ingibjörg H. Stefánsdóttir kynna fyrstu niðurstöður úr rannsókn sinni, Guð hið innra – trúarleg reynsla og upplifun einstaklinga með þroskahömlun, með áherslu á sjálfið og tengsl.

John Swinton flytur erindi sitt á ensku en Ingibjörg á íslensku. Umræður fara fram á báðum tungumálunum.

2017

Hvar
Stofu 222 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 13.00-14.00

Málstofustjóri:
Pétur Pétursson


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 13.00-14.00

Doktorsrannsókn mín fjallar um það hvernig trúarleg reynsla og upplifun birtist í lífi einstaklinga með þroskahömlun. Áhersla er á sjálfið og tengsl. Niðurstöður rannsóknarinnar verða í formi greinaskrifa. Greinarnar verða fjórar talsins og munu þær birtast í ritrýndum tímaritum bæði hérlendis sem og erlendis.

Í erindi mínu mun ég gera stuttlega grein fyrir minni fyrstu grein er fjallar um trúarþel (e. spirituality) og tengsl (e. attachment) í lífi einstaklinga með þroskahömlun. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi öruggra tengsla (e. secure attachment) í lífi einstaklinga. Virðast slík tengsl hafa jákvæð áhrif á líf og líðan einstaklingsins. En jafnframt hafa rannsóknir sýnt fram á jákvæð tengsl milli vellíðunar (e. wellbeing) og trúarþels. Trúarþel og tengsl verða skoðuð út frá hinu sammannlega.

Thinking differently about difference: Developing a practical theology of disability We are used to using the term “disability.” But what exactly does it mean and who says it means what we think it means? What might it mean to have a severe disability and to be made in God’s image and to beautiful just as we are? What might it mean for our understanding of disability of we concluded that God is in some sense disabled? Thinking properly about human difference in general and human disability in particular is vital if we are to care for the spirits of those whom society considers to be different. This presentation will explore the idea that disability may not be what we think it is and that spiritual care alongside of people with disabilities requires not simply that we act in spiritual ways, but that we begin to see the world spiritually. When we begin to see one another spiritually surprising things begin to happen. The session will draw specifically on aspects of the Christian tradition to develop a practical theology of disability focused on the experiences of people living with intellectual disabilities, autism and dementia.

Deila færslunni