Við dýrin: Um landbúnað og þróun, eðli og atferli manna og málleysingja

In Málstofur 2017 by Margrét Guðmundsdóttir

Samlífi manna og annarra dýra á sér ævaforna sögu en hefur tekið miklum stakkaskiptum í heiminum á undanförnum áratugum samfara mannfjöldasprengingu, iðnvæðingu og aukinni velmegun. Á sama tíma hefur fjöldi rannsókna varpað nýju ljósi á þróun, eðli og atferli dýra, greind þeirra, sársaukaskyn, gagnkvæm tengsl þeirra við umhverfi sitt og aðrar tegundir, fyrir utan rannsóknir sem sýnt hafa fram á náinn skyldleika manna og annarra dýrategunda.

Í málstofunni verður fjallað um nokkrar þeirra spurninga sem nýjar aðstæður í landbúnaði og ný vísindaleg þekking vekur. Meðal annars verður spurt um hvernig eigi að hugsa landbúnað á komandi öld, hvaða gildi liggi dýraeldi til grundvallar og hvað sé eðlilegt atferli þegar dýr eiga í hlut.

2017

Hvar
Stofu 052 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 15.00-17.00

Málstofustjóri:
Jón Ásgeir Kalmansson


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 15.00-17.00

Deila færslunni