Vitnisburður kvæða frá því fyrir ritöld

In Málstofur 2017 by Eiríkur Smári Sigurðarson

Gömul kvæði geyma heimildir um málefni og málfar frá því fyrir ritöld en ýmis vandkvæði fylgja notkun þeirra sem fjallað er um í tveimur fyrirlestrum.  Eðli málsins samkvæmt eru kvæðin ekki varðveitt í samtímauppskriftum og meðal margra spurninga er hvort treysta megi því að kvæðin séu gömul. Önnur spurning snýst um hvernig og hvort megi nota  bragreglur til að átta sig á framburði og sú þriðja hvort nota megi málfarsbreytingar til að átta sig á aldri kvæðanna. Fyrirlesarar fjalla um þessi efni frá mismunandi sjónarhornum.

2017

Hvar
Stofu 050 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 13.00-14.00

Málstofustjóri:
Þorgeir Sigurðsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 13.00-14.00

Deila færslunni