Bandaríska bylgjan

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Í upphafi nítjándu aldar verða áhyggjur af vaxandi áhrifum Bandaríkjanna áberandi meðal menntaðrar yfirstéttar Evrópu. Bandaríkin voru álitin ógn við rótgróna evrópska hámenningu og þeim lýst sem tákngervingi hins nýja iðnvædda aldarháttar þar sem allt var fjöldaframleitt í verksmiðjum fyrir fjöldann. Þessi ímynd Bandaríkjanna hefur reynst lífsseig en um leið taka aðrar hugmyndir að breiðast út á þriðja og fjórða áratug 20. aldar. Bandarískir rithöfundar slá í gegn á heimsvísu og á tímum seinni heimstyrjaldarinnar ala bandarísk stjórnvöld á þeirri ímynd að þau séu bjargvættir evrópskrar lýðræðishefðar og frjálsra lista.

Í málstofunni verður hin þversagnakennda ímynd Bandaríkjanna krufin og skoðað með hvaða hætti fjallað er um bandaríska list og menningu í íslensku samhengi. Horft verður á landnám bandarískra bókmennta og kynningu á bandarískri nútímalist á Íslandi, rýnt verður í hasarblöð og teiknimyndasögur og bandarískir hermenn skoðaðir í hómóerótísku ljósi. Eins verður horft vestur um haf þar sem íslensk miðaldarit verða hluti bandarískrar dægurmenningar.

Jón Karl Helgason kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum í fyrri hluta málstofunnar en Haukur Ingvarsson í seinna hluta hennar.

Föstudagur 9. mars

Hvar
Stofu 207 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 13.00-16.30

Málstofustjóri:
Haukur Ingvarsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 13.00-14.30

9. mars kl. 15.00-16.30

Deila færslunni