Barokkskáldið Stefán Ólafsson í Vallanesi

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Sr. Stefán Ólafsson (um 1619-1688) í Vallanesi var vinsælt skáld á sínum tíma og enn eru nokkur kvæða hans þekkt meðal þjóðarinnar, einkum þau sem tónlistarmenn hafa útsett og gefið út á hljómdiskum hin síðari ár. Á málstofunni verður reynt að endurmeta stöðu Stefáns í íslenskri bókmenntasögu með fyrirlestrum sem fjalla um gaman- og ádeilukvæði hans; áhrif frá erlendum samtímaskáldum í verkum hans; og loks varðveislu og dreifingu kveðskapar hans á síðari öldum.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 202 í Odda
Hvenær
Kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Þórunn Sigurðardóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 15.00-16.30

[fblike]

Deila færslunni