Björgun úr ánauð og boðorð. Móse- og exodusstef í kvikmyndum

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Exodus (brottför) er hið alþjóðlega heiti á 2. Mósebók. Ritið fjallar að stórum hluta um brottför eða björgun hebreskra þræla úr ánauð í Egyptalandi. Leiðtogi Hebreanna og sá er björguninni kemur til leiðar er Móse. Annar meginviðburður bókarinnar er sáttmáli sem gerður var á Sínaifjalli milli Jahve (Drottins) og Hebreanna (Ísraelsmanna) og boðorðin tíu sem voru hluti þess sáttmála. Með exodusstefi er yfirleitt átt við frelsun úr hvers konar konar ánauð eða kúgun auk ýmissa annarra viðburða sem eiga sér stað í 2. Mósebók. Hugtakið Mósegervingur er oft notað í bókmenntum og kvikmyndum um þá einstaklinga sem bera með sér ýmis mikilvæg einkenni Móse eins og hans birtist í Gamla testamentinu (ekki síst 2. Mósebók).

Í þessari málstofu verður fjallað um ýmsar birtingamyndir Mósegervinga og exodusstef í nokkrum áhugaverðum og kunnum kvikmyndum. Þau sem að málstofunni standa eru kennarar við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og hafa í meira en hálfan annan áratug verið félagsskapnum / rannsóknarhópnum „Deus ex cinema“. Sá hópur hefur á vikulegum fundum fjallað um trúarleg stef í meira en þúsund kvikmyndum og haldið fjöldmörg erindi og málþing um efnið sem og birt fræðilegar greinar, bókakafla og bækur.

Þorsteinn Helgason, prófessor emerítus, stýrir umræðum.

Föstudagur 9. mars

Hvar
Stofu 069 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Gunnlaugur A. Jónsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 15.00-16.30

Deila færslunni