Bókaþjóðin

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Þann 7. desember síðastliðinn ályktaði stjórn Rithöfundasambands Íslands um blikur á lofti vegna frétta úr prentsmiðjum landsins og viðhafði dramatísk lokaorð: „Það er vafamál hvort þjóð sem hættir að prenta sínar eigin bækur geti með réttu kallað sig bókaþjóð“ (sjá
rsi.is/2017/12/07/alyktun). Þetta síðasta orð er mikið notað í opinberri umræðu, til dæmis í tilefni af árlegu jólabókaflóði, en hvað merkir það? Vísar það til lesturs bóka eða útgáfu á bókum eða er hvort tveggja undir? Er það í öllum tilvikum jákvætt eða hefur notkun þess sætt gagnrýni? Hver er líka saga þess? Elsta tilvik sem finnst við leit á vefslóðinni timarit.is er í ritdómi um ljóðmæli Guðmundar Guðmundssonar í Fjallkonunni 19. október 1900; þar skrifaði Bjarni frá Vogi: „Íslendingar hafa lengi verið brauðlaus bókaþjóð, en þótt bóksalar kvarti nú sáran, get ég ekki trúað því, að hún ætli nú að gerast bóklaus matarþjóð“ (bls. 2). Annað gamalt dæmi gefur að líta í Ísafold 21. nóvember 1906, þar sem haft er eftir norskum presti sem fór um landið um sumarið að Íslendingar séu „mikil bókaþjóð“ (bls. 306). Hér birtast tveir meginþættir í opinberri sjálfsmynd sem vísast eru enn við lýði; annars vegar hugmyndin um hámenningu frá örófi og hins vegar hrós frá útlendingum. Vafalaust má greina fleiri þætti í þessu eina orði og markmið málstofunnar er að efna til fræðilegrar greiningar á hugtakinu og hefja gagnrýna umræðu um merkingarsvið þess og beitingu. Er eitthvað til í því og hvað felur það þá í sér?

Laugardagur 10. mars

Hvar
Stofu 207 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Már Jónsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 15.00-16.30

Deila færslunni