Bókmenntir og vistrýni

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Notkun og misnotkun manna á gæðum náttúrunnar ógnar nú lífríki jarðar svo um munar. Vitundin um þessa vá fer víðast hvar vaxandi og hefur sett mark sitt á hugvísindi líkt og aðrar greinar vísinda. Svokölluð vistrýni (e. eco-criticism, environmental criticism) – rannsóknaraðferð sem tekur mið af náttúruheimspeki – hefur eflst mjög á undanförnum árum þótt upphaf hennar megi rekja langt aftur í tímann. Í málstofunni verða fluttir fyrirlestrar sem taka mið af vistrýni við greiningu á íslenskum og erlendum bókmenntum.

Jórunn Sigurðardóttir, dagskrárgerðarkona hjá Rás 1, kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.

Laugardagur 10. mars

Hvar
Stofu 207 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Soffía Auður Birgisdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 13.00-14.30

Deila færslunni