Daglegt mál?

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Fyrirlestrar málstofunnar fjalla allir um leiðir sem Íslendingar nota til að færa hugsun sína í orð. Sá fyrsti fjallar um nafnorðið fólk og notkun þess, m.a. um samsett orð með fólk sem síðari lið. Annar fyrirlesturinn fjallar um sérkennilega gerð orðasambanda sem einkum verður vart í jákvæðum mannlýsingum, s.s. hann er köttur liðugur, hann er forkur duglegur. Sum samböndin eru sárasjaldgæf og hafa kannski alltaf verið. Önnur virðast til skamms tíma hafa talist daglegt mál en útlit er fyrir að það sé að breytast. Þriðji fyrirlesturinn fjallar um orðið hvað sem skjóta má í talmáli inn á undan tölum og öðrum orðum sem tákna tíma eða magn, s.s. við fengum hvað átta manns yfir til okkar.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 101 í Árnagarði
Hvenær
Kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Katrín Axelsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 13.00-14.30

[fblike]

Deila færslunni