Dýrlingar í miðaldahandritum og kirkjurnar þeirra

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Heldur fátítt er að íslensk miðaldahandrit geymi nöfn þeirra einstaklinga sem sömdu textana eða skrifuðu þá upp. Stundum hefur handritafræðingum samt tekist að rekja hendur skrifaranna til einhvers upprunastaðar eftir líkindum við önnur handrit sem vitað er hvar skrifuð voru en almennt er talið að klaustrin hafi verið helstu framleiðslustöðvar handrita á Íslandi. Einnig kemur fyrir að handrit séu merkt þeim guðshúsum sem áttu þau eða að vitað sé með nokkurri vissu eftir öðrum leiðum, til dæmis úr máldögum eða af seðlum Árna Magnússonar, hvaða kirkjum þau tilheyrðu. Höfundar erindanna í þessari málstofu hyggjast beita margþættum aðferðum á dýrlingasögur og -kvæði í staðsetjanlegum handritum af þessu tagi til þess að varpa ljósi á trúarlíf og annað sem tengist kirkjunum sem áttu bækurnar. Málstofan er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem miðar að kortlagningu bóka í eigu miðaldakirkna og, þar sem það er auðið, tengingu varðveittra handrita við eiginkirkjur sínar.
Svanhildur Óskarsdóttir rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum mun stjórna málstofunni.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 310 í Árnagarði
Hvenær
Kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Margaret Cormack


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 13.00-14.30

[fblike]

Deila færslunni