e-Translation-TermBank – samevrópskt verkefni til að auka hraða og áreiðanleika þýðinga

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Síðastliðið haust hófst Evrópuverkefnið eTranslationTermBank (eTTB) sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tekur þátt í af hálfu Íslands. Alls taka átta þjóðir þátt í verkefninu, þ.e. Ísland, Danmörk, Svíþjóð, Austurríki, Slóvenía, Eistland, Litháen og Lettland sem fer með verkefnisstjórn, en verkefnið nær þó til allra opinberra tungumála Evrópusambandsins auk norsku og íslensku.

Í málstofunni verður greint verður frá þessu samevrópska verkefni sem hefur það markmið að safna og koma upp íðorðamálgögnum (e. terminological resources) sem eiga að nýtast við þróun sjálfvirkra þýðinga í þeim tilgangi að bæta aðgengi að þjónustu milli tungumála og málsvæða. Í verkefninu er lögð áhersla á þrjú svið: heilbrigðismál, fjármál og neytendavernd. Verkefnið er mikilvægur þáttur í því að auðvelda aðgengi almennings að stjórnsýslu á þessum sviðum og jafnframt er það í samræmi við íslenska málstefnu um stuðning við uppbyggingu og þróun íslenskrar máltækni.

Föstudagur 9. mars

Hvar
Stofu 204 í Lögbergi
Hvenær
Kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Ágústa Þorbergsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 13.00-14.30

Deila færslunni