Frá töfrum og trú til vísinda. Fæðingarhjálp og kvennamenning

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Í málstofunni verður rakin þekkingarsaga fæðingarhjálpar frá öndverðu til okkar tíma. Fjallað verður um fæðingarhjálp eins og hún birtist í elstu heimildum, þar á meðal elstu læknahandritum sem fundist hafa á Íslandi og í fornbókmenntum þar sem koma glöggt fram tengsl töfra og trúar við læknisþekkingu og iðkun. Er það samþættur vefur sem helst óslitinn langt fram eftir öldum. Með tilkomu landlæknisembættisins 1760 má segja að vísindin hafi orðið ofan á. Það gerðist þó ekki í einu vetfangi. Landlæknir kom hingað til lands með vísindi læknisfræðinnar í farteskinu. Hafði hann með sér ýmis viðurkennd læknafræðirit og áhöld, og beitti sér gegn hvers kyns fáfræði og hindurvitnum við lækningar og fæðingarhjálp.

Fundarstjóri verður Kristín Bragadóttir, doktor í sagnfræði og íslenskufræðingur.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 310 í Árnagarði
Hvenær
Kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 15.00-16.30

[fblike]

Deila færslunni