Femínískar byltingar: Berskjöldun, þekkingar-réttlæti og vald

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Femínískar byltingar hafa gengið eins og stormur um hinn vestræna heim á síðustu misserum. Á Íslandi voru Beauty Tips og #Freethenipple atkvæðamiklar árið 2015 og #MeToo hefur varla farið framhjá nokkurri manneskju. Í þessari málstofu verður skoðað hvernig þessar byltingar eru að breyta ráðandi mannskilningi sem og „almennri skynsemi“ í samfélögum. Ekki bara hvað varðar kynjasamskipti heldur einnig hvernig varpað er fram grundvallarspurningum um það hver fær að tala og tjá sig, á hvaða manneskjur er hlustað (og hvernig) og síðast en ekki síst hvernig erfiðar tilfinningar á borð við skömm eru notaðar til þess að „ákveðnar manngerðir“ haldi sig á mottunni og krefjist ekki breytinga. Í málstofunni verða kynntar rannsóknir í samtímaheimspeki á nýjum mannskilningi berskjöldunar, samspili fyrirbærafræði og femínisma og hvernig að réttlæti gangi ekki síst út á að viðurkenna ólíkar gerðir þekkingar. Auk þess verður skoðað hvert framtíðin getur farið með okkur eftir #metoo-byltinguna.

Laugardagur 10. mars

Hvar
Stofu 102 í Gimli
Hvenær
Kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri: Nanna Hlín Halldórsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 15.00-16.30

Deila færslunni