Fjölskyldan og heimilisbúskapur í upphafi 18. aldar

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Í málstofunni er fjallað um hvaða þýðingu grunnstoðir bændasamfélagsins, heimilin, býlin og jarðirnar, höfðu fyrir lífskjör og líshætti landsmanna. Hópur fræðimanna vinnur nú að ítarlegri rannsókn á íslenskri samfélagsgerð við upphaf 18. aldar og beinir athyglinni að allmörgum þáttum sem mótuðu félagslegar og efnahagslegar aðstæður almennings: búskapnum sjálfum, eignarhaldi á jörðum, samskiptum landeigenda og leiguliða, fjölskyldum og heimilum, og félagslega viðkvæmum hópum.

Í rannsókninni er notaður geysistór gagnagrunnur þar sem tækni landupplýsingakerfa (LUK) er hagnýtt til greiningar á aðstæðum heimila og búskap á jörðum. Gagnagrunnurinn nær yfir svo til öll öll heimili og jarðir í landinu og sækir upplýsingar í ríkulegar heimildir frá því um 1700: manntal og kvikfjártal 1703, og jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín 1702–1714.

Í málstofunni ræða sex þátttakendur í rannsókninni um þrjú ólík efnissvið og hvaða aðferðir eru notaðar við að greina í smáatriðum búskap og fjölskyldulíf frá svo gömlum tíma. Þar koma sagnfræðileg landupplýsingakerfi (e. historical geographical information systems) að góðu gagni, en undanfarið hefur orðið vakning meðal sagnfræðinga um kosti þeirra og möguleika í rannsóknum.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 311 í Árnagarði
Hvenær
Kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Guðmundur Jónsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 13.00-14.30

[fblike]

Deila færslunni