Flokkadrættir og málamiðlanir

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Oft er haldið fram að lýðræðið sé í krísu og að stjórnmálin á Íslandi og í mörgum öðrum lýðræðisríkjum einkennist í síauknum mæli af vantrausti, pólitískum átökum, flokkadráttum og auknu óþoli í grað stjórnmála sem snúast um rökræðu og málamiðalnir. Slíkt ástand getur verið frjór jarðvegur fyrir lýðræskrum og ofríki meirihlutans.

Lýðræðið byggir í grunninn á þeirri einföldu hugmynd að allt vald spretti af lýðnun, en nútíma lýðræðisríki einkennast af fulltrúalýðræði og flóknu stofnanaskipulagi þar sem stjórnmálaflokkar gegna margþættu mikilvægu hlutverki. Þó víða fjari undan þátttöku í hefðbundnu stjórnmálastarfi er enn víðast litið svo á að flokkarnir séu mikilvægur vettvangur umræðu og ólíkra hugmynda, auk þess sem þeir eru valdastofnanir í samfélaginu. Sumir telja að stjórnmálaflokkar gegni lykilhluverki þegar kemur að málamiðlunum milli ólíkra sjónarmiða og hópa í samfélaginu, en aðrir—líkt og Rousseau, Madison og fl. vöruðu við,—að þeir hefðu hafi hagsmuni af því að ýti undir og viðhalda skoðanaágreiningi fremur en samstöðu. 

Í málstofunni er sjónum beint að fulltrúalýðræðinu, eins og það hefur þróast. Ræddar verða spurningar eins og hversu vel það samræmist þeirri grundvallarhugmynd lýðræðisins að vilji og hagsmunir almennings ráði, hvort megi færa það nær þeirri hugmynd eða hvort að hugsa þurfi „kerfið” upp á nýtt.

Gústaf Adolf Bergmann Sigurbjörnsson kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.

Laugardagur 10. mars

Hvar
Stofu 050 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Sævar Ari Finnbogason


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 13.00-14.30

Deila færslunni