Flokkadrættir og málamiðlanir

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Oft er haldið fram að lýðræðið sé í krísu og að stjórnmálin á Íslandi og í mörgum öðrum lýðræðisríkjum einkennist í síauknum mæli af vantrausti, pólitískum átökum, flokkadráttum og auknu óþoli í grað stjórnmála sem snúast um rökræðu og málamiðalnir. Slíkt ástand getur verið frjór jarðvegur fyrir lýðræskrum og ofríki meirihlutans.

Lýðræðið byggir í grunninn á þeirri einföldu hugmynd að allt vald spretti af lýðnun, en nútíma lýðræðisríki einkennast af fulltrúalýðræði og flóknu stofnanaskipulagi þar sem stjórnmálaflokkar gegna margþættu mikilvægu hlutverki. Þó víða fjari undan þátttöku í hefðbundnu stjórnmálastarfi er enn víðast litið svo á að flokkarnir séu mikilvægur vettvangur umræðu og ólíkra hugmynda, auk þess sem þeir eru valdastofnanir í samfélaginu. Sumir telja að stjórnmálaflokkar gegni lykilhluverki þegar kemur að málamiðlunum milli ólíkra sjónarmiða og hópa í samfélaginu, en aðrir—líkt og Rousseau, Madison og fl. vöruðu við,—að þeir hefðu hafi hagsmuni af því að ýti undir og viðhalda skoðanaágreiningi fremur en samstöðu. 

Í málstofunni er sjónum beint að fulltrúalýðræðinu, eins og það hefur þróast. Ræddar verða spurningar eins og hversu vel það samræmist þeirri grundvallarhugmynd lýðræðisins að vilji og hagsmunir almennings ráði, hvort megi færa það nær þeirri hugmynd eða hvort að hugsa þurfi „kerfið” upp á nýtt.

Gústaf Adolf Bergmann Sigurbjörnsson kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.

Laugardagur 10. mars

Hvar
Stofu 050 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Sævar Ari Finnbogason


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 13.00-14.30

Undanfarin ár hefur farið fram mikil umræða um “lýðræðiskrísuna”. En hver er þessi lýðræðiskrísa? Ef til vill væri nær að tala um krísu fulltrúalýðræðisins og stjórnmálanna? Hugmyndin um að lýðræði sé ákjósanlegasta stjórnarformið virðist nær óumdeild á sama tíma og dregur úr þátttöku á flestum sviðum hefðbundinna stjórnmála og traust í garð stjórnmálamanna, flokka og þjóðþinga er víðast hvar komið í ruslflokk. Hvers vegna er þetta svona? Duga smávægilegar breytingar á núverandi lýðræðisfyrirkomulagi til að bregðast við vandanum eða er kominn tími til að horfast í augu við að vandinn er kerfislægur? Það lýðræðisfyrirkomulag sem hefur þróast á Vesturlöndum er kosningadrifið fulltrúalýðræði þar sem stjórnmálaflokkar takast á um hylli kjósenda og hættan er sú það taki á sig mynd áhorfendalýðræðis og elítisma. Áhyggjur af áhrifum kosninga eru sennilega jafn gamlar og lýðræðið sjálft og hugsuðir á borð við Rousseau og ýmsa höfunda Bandaríku stjórnarskrárinnar vöruðu sterklega við stjórnmálaflokkum og óæskilegum áhrifum af valdasamkeppni þeirra á samfélagið og lýðræðið. Á undanförnum áratugum höfum við upplifað róttækar tækni- og samfélagsbreytingar sem ýta undir krísu fulltrúalýðræðisins en skapa á sama tíma tækifæri til þess að takast á við kreppuna með leiðum sem byggja á fjölbreyttri þátttöku borgara á ýmsum stigum lýðræðislegrar ákvörðunartöku og slembivali á fulltrúum sem geta dregið úr ýmsum óæskilegum áhrifum samkeppnislýðræðisins. Í þessu ljósi verður fjallað um áhrif aðferða við val á fulltrúum og því haldið fram að rök séu fyrir því að endurhugsa “kerfið” til að greiða fyrir stóraukinni aðkomu almennings og að beita slembivali við val á fulltrúum sem koma að stefnumörkun.

Í þessu verkefni eru annars vegar skoðuð eðli tengsla á milli kjörinna
fulltrúa og kjósenda þeirra og hins vegar útkoma þessara tengsla. Eðli tengsla eru hér skilgreind eftir því hvort lögð er áhersla á það meðal frambjóðenda flokka hvort kjörnir fulltrúar eigi fyrst og fremst að fylgja stefnu flokksins, fylgja eigin sannfæringu eða fylgja vilja almennings. Útkoma þessara tengsla er skilgreind sem hugmyndafræðileg nálægð á milli flokka og kjósenda þeirra, og hversu vel kjósendur telja að lýðræði virki í framkvæmd. Meginniðurstöður eru þær að flokkar þar sem hátt hlutfall frambjóðenda leggur áherslu á að kjörnir fulltrúar eigi að fylgja eigin sannfæringu eru að öllu jöfnu hugmyndafræðilega nær sínum kjósendum, og kjósendur þessara flokka eru ánægðari með hvernig lýðræðið virkar, samanborið við aðra flokka þar sem er meiri áhersla er lögð á að fylgja stefnu flokksins eða vilja almennings.

Eitt einkenni lýðræðislegra stjórnmála í frjálslyndum samfélögum vesturlanda, er samkeppni um völd. Sumir kenningasmiðir um lýðræði hafa haldið því fram að lýðræði sé í grunninn ekkert annað en leikreglur utan um slíka samkeppni sem komið geta í veg fyrir ofbeldi og tryggi að valdaskipti geti farið fram friðsamlega. Nú á tímum er það viðhorf hins vegar algengara að skilyrði lýðræðislegra stjórnmála séu önnur og flóknari en að þau tryggi einungis friðsamlega umgengni við völd. Staðreyndin er sú að samvinna pólitískra afla er ekki síður nauðsynleg til að tryggja lýðræði en samkeppnin.

Deila færslunni