Fötlun fyrir tíma fötlunar

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Öndvegisverkefnið Fötlun fyrir tíma fötlunar byggist á einstöku þverfræðilegu samstarfi margra fræðigreina og fræðimanna sem beina sjónum að sögu fatlaðs fólks í íslenskri fortíð. Einn tilgangur verkefnisins er að finna upplýsingar um fatlað fólk í Íslandssögunni frá landnámi allt til þess tíma að lög um málefni fatlaðs fólks voru fyrst sett á Alþingi. Til að nálgast þessar upplýsingar er tvinnað saman aðferðafræði sjö fræðigreina innan Háskóla Íslands á sviði menningar-, hug- og félagsvísinda. Í málstofunni verður verkefnið kynnt og gefin innsýn í viðfangsefni tveggja nýdoktora og tveggja doktorsnema á sviði fornleifafræði, bókmenntafræði, þjóðfræði og safnafræði. Áhersla er á þræðina sem birtast í gagnasöfnunum. Það sagða og það ósagða. Unga fræðifólkið mun gefa innsýn í það sem þau eru að gera, gögnin sín og gefa okkur lifandi dæmi um það sem þau eru að kljást við á fyrsta ári rannsóknarvinnunnar.

Steinunn Kristjánsdóttir prófessor kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.

Laugardagur 10. mars

Hvar
Stofu 207 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 10.00-12.00

Málstofustjóri:
Steinunn Kristjánsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 10.00-12.00

Deila færslunni