Fræðilegur léttleiki máltileinkunar

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Í þessari málstofu verður komið inn á ýmsa – og ólíka þætti máltileinkunar og málnotkunar. Frelsi til að læra tungumál með aðstoð nýjustu tækni nýtist ekki til fulls nema að til staðar séu stoðir, sem leiða nemendur um netheima og sýndarveruleika. Aðstoð við tungumálanám er ekki síður nauðsynleg nú á tímum en hún hefur verið í áranna rás, þótt með öðrum hætti sé og fleiri skynfæri virkjuð. Niðurstöður rannsókna á málnotkun og eðlisþáttum hennar heyra líka til þeirra stoða sem byggt er á, þegar lagður er grunnur að tungumálanámi og ferlið sem fer í gang þegar tileinkun tungumáls hefst. Í erindum þessarar málstofu er víða komið við um söfnun gagna til að skrásetja eðli málsins og hvernig unnt er að gera það aðgengilegt þeim er þurfa og vilja tileinka sér það.

Málstofan er skipulögð af Rannsóknastofu í máltileinkun og mun Þórhildur Oddsdóttir kynna fyrirlesara og stýra umræðum.

Málstofunni lýkur kl. 16.30 en þá flytur Katerina Zourou, sem er gestur Rannsóknastofu í máltileinkun, fyrirlestur um tölvustudda tungumálakennslu fyrir minna töluð tungumál.

Föstudagur 9. mars
Hvar
Stofu 205 í Lögbergi
Hvenær
Kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Þórhildur Oddsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 15.00-17.00

Opin netnámskeið (MOOC) njóta vaxandi vinsælda í háskólum þvert á fræðasvið og hafa rannsóknir m.a. beinst að áhrifum námsumgjarðar á framvindu og virkni í netnámi. Í fyrirlestrinum verður fjallað um niðurstöður megindlegrar rannsóknar sem beinist að ólíkum nemendahópum á Icelandic Online, þ.e. í blönduðu námi, fjarnámi og opnu sjálfstýrðu námi. Um er að ræða framhaldsrannsókn þar sem kallað er eftir viðhorfum nema í hópunum þremur til þátta sem einkenna hverja námsumgjörð fyrir sig. Þannig er fylgt eftir niðurstöðum fyrri rannsóknar á gagnagrunni Icelandic Online (Kolbrún Friðriksdóttir, 2017) sem sýna að nemar í blandaðri námsumgjörð ljúka frekar námskeiðum en nemar í fjarnámi og opnu sjálfstýrðu námi. Í rannsókninni sem hér er til umfjöllunar er aðhvarfsgreiningu beitt í þeim tilgangi að varpa ljósi á þá þætti sem hafa mest áhrif og skýra sérstöðu nema í blandaðri námsumgjörð.

Þeir sem lagt hafa stund á erlend tungumál vita að það getur reynst getur þrautin þyngri erfitt að ná fullkomnum tökum á föstum orðasamböndum erlenda málsins. Annars vegar þarf sá sem lærir erlenda tungumálið að gera sér grein fyrir að um fast orðasamband er að ræða og hins vegar þarf sá hinn sami að átta sig á merkingunni og notkuninni. Þá geta föst orðasambönd oft villt á sér heimildir, eitthvað sem lítur út fyrir að vera notað í eiginlegri merkingu er það ekki. Í erindinu verður fjallað um eðli og einkenni fastra orðasambönd, fyrst og fremst orðtaka. Munurinn á frjálsum og föstum orðasamböndum verður gerður að umtalsefni sem og skilgreiningar á lykilhugtökum orðtakafræðinnar,eiginleikum fastra orðasambanda, svo sem festu, fleiryrðis- og orðtakseðli. Þá verður fjallað um helstu flokkun fastra orðasambanda. Vikið verður að mikilvægi fastra orðasambanda við kennslu í erlendum tungumálum og í þýðingum.

Erindið fjallar um væntingar og reynslu nemenda í Íslensku sem annað mál þegar þeir eru að spila Virtual Reykjavík, sem er tölvuleikur til að læra íslenska tungu og menningu á netinu. Tvær stuttar rannsóknir voru gerðar til að kanna hvaða væntingar nemendur hafa til þess að tölvuleikurinn hjálpi þeim að læra, annars vegar áður en þeir spila hann og hins vegar mat þeirra á hvernig tölvuleikurinn hefur hjálpað þeim að læra eftir að þeir hafa fengið tækifæri að spila hann.

Niðurstöður leiddu í ljós að nemendur gera sér þær væntingar að tölvuleikurinn hjálpi þeim að einbeita sér á íslensku og þannig minnka tækifæri til að skipta aftur í ensku eins og það er venja í raunveruleikanum.

Nemendurnir eiga von á tilbúnum tölvuleik sem sérstaklega mun hjálpa þeim að bæta talaða íslensku og bjóða upp á hlustunarverkefni. Þannig geta þeir undirbúið sig betur fyrir að nota íslensku augliti til auglitis við Íslendinga í raunverulegu lífi.

The capacity to produce Open Educational Resources (OER) and to further develop in Open Educational Practice (OEP) is not the same for widely spoken languages and less used languages. The latter face a shortage of OER and a somewhat limited digital presence (Kornai, 2013), due to fewer speakers and resources, and policies which sometimes demonstrate a lack of consideration of linguistic and cultural diversity. Within this context, bottom-up, community-driven initiatives involving speakers of less used languages demonstrate how speakers who actively engage in digital practice can contribute to the linguistic and cultural expansion of their language and meet the challenges of open education. My presentation is structured in two parts. In the first part, I will give examples of speaker communities of less used languages, who participate at various stages of OER (cf. Wiley’s 5Rs of Openness, 2014). Examples include OER localisation in various Indian dialects by local teachers and Greek teachers forming a community for the release of OER in their language. Significant local relevance and community building are the main concepts catalysing OER uptake that will be addressed in this respect. In the second part of the presentation, I will discuss digitally supported, community-driven initiatives in less used languages, that may seem relevant and transferable to open education settings. Crowdsourced projects, that stimulate collective action through the use of digital networks will be shown as examples which, if transferred to open education contexts, can enhance the social, community-driven dimension of OEP and make speakers of less used languages more digitally active and aware of the linguistic and cultural diversity they can offer. Kornai A (2013) Digital Language Death. PLoS ONE 8(10). http://www.kornai.com/Papers/pone.0077056.pdf

Deila færslunni