Fræðilegur léttleiki máltileinkunar

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Í þessari málstofu verður komið inn á ýmsa – og ólíka þætti máltileinkunar og málnotkunar. Frelsi til að læra tungumál með aðstoð nýjustu tækni nýtist ekki til fulls nema að til staðar séu stoðir, sem leiða nemendur um netheima og sýndarveruleika. Aðstoð við tungumálanám er ekki síður nauðsynleg nú á tímum en hún hefur verið í áranna rás, þótt með öðrum hætti sé og fleiri skynfæri virkjuð. Niðurstöður rannsókna á málnotkun og eðlisþáttum hennar heyra líka til þeirra stoða sem byggt er á, þegar lagður er grunnur að tungumálanámi og ferlið sem fer í gang þegar tileinkun tungumáls hefst. Í erindum þessarar málstofu er víða komið við um söfnun gagna til að skrásetja eðli málsins og hvernig unnt er að gera það aðgengilegt þeim er þurfa og vilja tileinka sér það.

Málstofan er skipulögð af Rannsóknastofu í máltileinkun og mun Þórhildur Oddsdóttir kynna fyrirlesara og stýra umræðum.

Málstofunni lýkur kl. 16.30 en þá flytur Katerina Zourou, sem er gestur Rannsóknastofu í máltileinkun, fyrirlestur um tölvustudda tungumálakennslu fyrir minna töluð tungumál.

Föstudagur 9. mars
Hvar
Stofu 205 í Lögbergi
Hvenær
Kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Þórhildur Oddsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 15.00-17.00

Deila færslunni