Franskar bókmenntir fyrr og nú: Frá harmleikjum gullaldar til samtímaskáldsögunnar

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Í þessari málstofu verður fjallað um þrjú frönsk bókmenntaverk og viðtökur þeirra í heimalandinu og utan þess. Verkin eru ólík – harmleikur, ævintýri, skáldsaga – en eiga það sameiginlegt að fást við eða endurspegla brýn viðfangsefni úr samtíma sínum. Fyrst verður sjónum beint að einum af harmleikjum 16. aldar þar sem dæmisögur úr rómverska borgarastríðinu voru notaðar til þess að fjalla um útlegð og flótta í kjölfar trúarbragðastríðanna í Frakklandi. Sagan um Fríðu og dýrið (La Belle et la Bête) kom fyrst út í Frakklandi árið 1740 og fjallar m.a. um veruleika og hugarheim kvenna á ritunartíma verksins. Í styttri útgáfu frá 1756 breyttist sagan í ævintýri og náði mikilli útbreiðslu. Hér verður sagt frá íslenskri þýðingu Hannesar Finnssonar á franska ævintýrinu frá 1797. Að lokum verður fjallað um viðtökur nýjustu skáldsögu ljóðskáldsins og rithöfundarins Michels Houellebecq, Sérotonine, sem kom út í Frakklandi í byrjun árs.

Toby Erik Wikström stýrir umræðum.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 102 í Lögbergi
Hvenær
Kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Ásdís R. Magnúsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 15.00-16.30

[fblike]

Deila færslunni