Hin tvífætta bráð …

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Baráttan fyrir auknum réttindum og frelsi kvenna hefur harðnað og stuðningur við hana vaxið síðustu tvo áratugina. Orsakir þess eru margvíslegar, uppreisnir og aðgerðir kvenna, bæði í raun- og netheimum, hafa vakið athygli á óheyrilegum kröfum sem gerðar eru til kvenna í neyslusamfélagi nútímans. Þær séu fyrst og fremst skoðaðar sem kynverur, gerðar miklar kröfur til þeirra um útlit, hegðun, tekjur en líka þátttöku í atvinnulífi. Samtímis eru konur ennþá gerðar ábyrgar fyrir heilsu og velferð sinna nánustu. Að svo seint gengur að útrýma kúgun og mismunun kvenna stafar mögulega af því að margar þeirra eru beittar ofbeldi sem enginn þykist vita af. Hvers vegna fær það að viðgangast? Um það fjallar þessi málstofa.

Myndin er af dúkristu Ástu Sigurðardóttur við Dýrasögu.

Föstudagur 8. mars

Hvar
Stofu 101 í Árnagarði
Hvenær
Kl. 13.15-14.45

Málstofustjóri:
Dagný Kristjánsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

8. mars kl. 13.15-14.45

[fblike]

Deila færslunni