Hugur, taugar og hryllingur

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Í málstofunni verður fjallað um bókmenntir, bæði innlendar og erlendar með hliðsjón af hugrænum fræðum. Hugur, taugar og hryllingur verða í fyrirrúmi og þar með afstaða skálda og rithöfunda til taugakerfisins en ekki síst ímyndunarafl og tilfinningar lesenda og viðbrögð þeirra við skálduðum heimum sem eru einatt allt annað en notalegir. Gerð verður grein fyrir eigindlegri rannsókn á sögu Vigdísar Grímsdóttur, Stúlkunni í skóginum, en meðal annarra höfunda/skálda sem ber á góma er Stephen King; Halldór Laxness, Friðgeir Einarsson og Hrafnhildur Þórhallsdóttir.

Föstudagur 9. mars

Hvar
Stofu 204 í Lögbergi
Hvenær
Kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 15.00-16.30

Deila færslunni