Hver var þessi Kristur? Sagnfræðilegar, heimspekilegar og guðfræðilegar nálganir

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Hvað segir hugmyndasagan um Jesú Krist? Hér verður m.a. rætt um hvaða merkingu sagan um Krist hefur frá sjónarmiði almennrar mannkynssögu og hugmyndasögu, nú í upphafi 21. aldar. Þróunarsaga hugmyndarinnar um Krist verður rædd í samhengi við kenningar um menningarlegt minni. Hvaða máli skipta þær hugmyndir sem ríkjandi voru innan Rómarveldis þegar sagan um Krist kom fyrst fram? Hvaða áhrif hafði það að sagan um Krist varð til innan samfélags og menningar Gyðinga í Palestínu? Af hverju er myndin af Kristi mismunandi í ólíkum heimildum sem urðu til um hann strax á fyrstu öld? Að hvaða leyti getur textafræðin varpað ljósi á þróunarsögu hugmyndarinnar um Krist? Sem dæmi um hugmyndir fornaldar um persónu Krists verður þeirri spurningu varpað fram hvort og þá hvernig Guðspjöll Nýja testamentisins draga upp mynd af honum sem vitrum manni í takt við samtíma hugmyndir um hinn vitra heimspeking. Stóð Jesús jafnfætis hinum grísk-rómversku heimspekingum að þessu leyti samkvæmt þessum heimildum? Gilti það bæði um kenningu hans og lífsmáta? Hvers vegna vildu guðspjallamennirnir kynna þessa mynd af Jesú, ef þeir á annað borð gerðu það? Sætti þessi hugmynd e.t.v. einhverri þróun í guðspjöllunum? Og almennt séð: Hversu mikilvæg hefur hugmyndin um Jesú sem heimspeking verið í frumkristni? En hvað segir guðfræðin? Hugmyndin um hold-tekjuna (in-carnatio) gengur út á það að Guð hafi íklæðst mannlegu eðli í persónu Jesú frá Nazaret. Í deilum fornkirkjunnar um persónu og hlutverk Jesú Krists var m.a. tekist á um klassískar hugmyndir um hinn alvalda og óbreytanlega Guð og vitnisburðinn um Son Guðs sem þjáðist og dó á krossi. Niðurstaða kirkjuþingsins í Kalkedon 451, um sannan Guð og sannan mann – vere deus vere homo – var leið Fornkirkjunnar til að leysa deilurnar um Krist. Samt sem áður hafa guðfræðingar haldið áfram að glíma við áleitnar spurningar um það hvernig hið guðlega og mannlega geti sameinast í einni og sömu persónunni.

Fyrirlestur Rúnars Más Þorsteinssonar fellur niður.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 310 í Árnagarði
Hvenær
Kl. 10.30-12.00

Málstofustjóri:
Rúnar M. Þorsteinsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 10.30-12.00

[fblike]

Deila færslunni