Hvernig grannar erum við? Ísland og Grænland frá miðöldum til samtímans

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Í málstofunni munu þrír fræðimenn fjalla um tengsl Íslendinga og norrænna manna við Inúíta og viðhorf til þeirra og Grænlands frá miðöldum og fram á 20. öld. Gerð verður grein fyrir af hverju tengslin einkenndust; þar koma við sögu hugtök eins og framandleiki, jaðar og miðja, nýlenduhyggja og samsemd. Í fyrsta erindinu mun Orri Vésteinsson ræða um viðhorf norrænna manna og Íslendinga til Inúíta á miðöldum og draga fram helstu heimildir í því samhengi. Í næsta erindi mun Sumarliði R. Ísleifsson gera grein fyrir fyrstu heimsókn Inúíta til Íslands árið 1925. Þar mun hann ræða um hefðbundin viðhorf til Grænlendinga hérlendis; einnig af hverju kynni hinna tveggja menningarheima einkenndust árið 1925 og hvernig þau þróuðust í kjölfarið. Loks mun Árni Hjartarson jarðfræðingur fjalla um nýútkomnar dagbækur Vigfúsar Grænlandsfara, sem birtast í bókinni Grænlandsfarinn, og greina þau viðhorf sem þar birtust til Grænlands og Grænlendinga og markmið þeirra sem stóðu að vísindaleiðöngum á Grænlandi á þessum tíma.

Föstudagur 9. mars

Hvar
Stofu 050 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hvenær
Kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Sumarliði R. Ísleifsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 15.00-16.30

Deila færslunni