Iðkun nostalgíu í íslenskri samtímamenningu

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Fortíðarþrá hefur verið vaxandi rannsóknarsvið í hugvísindum undanfarin ár, einkum í bókmenntum og kvikmynda- og sjónvarpsfræðum. Fræðasviðið hefur einnig teygt sig yfir á svið þjóðfræði, einkum í tengslum við rannsóknir á sjálfsmynd, menningararfi og þjóðerni. Á sviði menningarfræðinnar hverfast nostalgíurannsóknir um dægurmenningu, tísku og hönnun, hversdagslíf og önnur áþekk rannsóknarsvið menningarfræðinnar. Í málstofunni verða ólík svið hversdagsmenningar samtímans rýnd með hugtakið nostalgíu að vopni undir merkjum ólíkra greina hug- og félagsvísinda.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 206 í Odda
Hvenær
Kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Davíð Ólafsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 15.00-16.30

[fblike]

Deila færslunni