Kvikmyndir, viðtökur og miðlaskörun

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Í málstofunni verður fjallað um kvikmyndir og verður þar ekki síst hugað að íslenskri kvikmyndamenningu, jafnt í fortíð sem nútíð. Rætt verður um þróun íslenskrar kvikmyndagerðar frá tíma kvikmyndavorsins með hliðsjón af hugmyndum um kvikmyndagreinar og í því sambandi spurt hvort séríslenskar kvikmyndagreinar hafi komið fram á tímabilinu. Viðtökur kvikmynda á Íslandi verða jafnframt í brennidepli og verður þar annars vegar litið um öxl og grennslast fyrir um siðferðisfárið er greip um sig á níunda áratug liðinnar aldar er myndbandabyltingin umbreytti kvikmyndaúrvali landsmanna og nýtilkomið úrval ofbeldis– og hryllingsmynda leiddi til lögregluinngripa og tilkomu bannlista. Hins vegar verður kvikmyndaumræðuvettvangur samtímans skoðaður með gagnrýnum hætti og spurt um hvað Íslendingar séu að tala þegar þeir tala um kvikmyndir. Að lokum verður litið til framtíðar og spurt hvort mörk kvikmynda og tölvuleikja séu að þurrkast út á stafrænum tímum.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 206 í Odda
Hvenær
Kl. 10.00-12.00

Málstofustjóri:
Björn Þór Vilhjálmsson


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 10.00-12.00

[fblike]

Deila færslunni