Kynsjúkdómar, kynverund og klám

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Undanfarin misseri hafa rannsóknir á sviði hinsegin fræða og sögu kynverundarinnar sótt í sig veðrið innan íslenskra hugvísinda. Í málstofunni munu fræðimenn á sviði sagnfræði og fornfræði, bókmennta- og kvikmyndafræði fjalla um kynlíf og kynverund út frá ólíkum sjónarhornum í samhengi íslenskrar sögu og menningar. Rýnt verður í tengsl kynverundar og sjálfsmyndar í sögulegu ljósi og hið flókna samfélagslega stigveldi kynja, stétta og kynhneigða. Jafnframt verður sjónum beint að sjónvarpsmynd frá 1980 sem inniheldur forvitnilegar birtingarmyndir kynverundar sem teljast mætti „afbrigðileg“ eða forboðin.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 201 í Árnagarði
Hvenær
Kl. 13.00-14.30

Málstofustjóri:
Kristín Svava Tómasdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 13.00-14.30

[fblike]

Deila færslunni