Laxdæla saga og siðferðilegt uppeldi

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Laxdæla saga er víða notuð sem námsefni á unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskólum. Undanfarin tvö ár hafa fyrirlesarar unnið að rannsókn á því hvernig hægt er að nýta samræðu um söguna til að bæta skilning unglinga á orðaforða og hugtökum sem lýsa dygðum og siðferðilegum veruleika. Rannsóknin er unnin í samvinnu við móðurmálskennara í þremur gunnskólum og í tengslum við hana hefur verið mótað kennsluefni um dygðir og siðferðileg hugtök til að nota með sögunni. Á málstofunni verður fjallað um reynslu sem þegar hefur fengist af notkun kennsluefnisins og álitamálum og úrlausnarefnum sem tengjast því að nota Laxdælu sem námsefni fyrir unglinga.

Föstudagur 9. mars

Hvar
Stofu 102 í Lögbergi
Hvenær
Kl. 15.00-17.00

Málstofustjóri:
Atli Harðarson


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 15.00-17.00

Deila færslunni