Íslensk tunga er undirstaða uppbyggingar faglegs umhverfis fyrir listfræði hérlendis. Færni í notkun tungumálsins er grundvöllur umfjöllunar um íslenska list og sögu hennar. Hnattvæðing listheimsins og fræðasamfélagsins skapar hins vegar þrýsting á listfræðinga að skrifa á erlendum málum fremur en á íslensku, sem og að taka upp alþjóðleg fræðiheiti og að laga íslenska listasögu að almennum skilningi þeirra. Á málstofunni veltum við fyrir okkur stöðu íslenskrar tungu í samhengi fagmáls listfræðinnar á alþjóðlegum grundvelli og framtíðaruppbyggingu faglegs umhverfis fyrir listfræði hérlendis.
Hugvísindaþing 11.-12. mars 2022
Hvar
Stofa 201 í Árnagarði
Hvenær
12. mars kl. 10.00-12.00
Málstofustjóri:
Heiða Björk Árnadóttir
Fyrirlesarar og titlar erinda
12. mars kl. 10.00-12.00 í stofu 201 í Árnagarði
Deila færslunni