Loftslagsvá — margháttuð viðbrögð

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Aðsteðjandi loftslagsvá af manna völdum kallar á að allar fræðigreinar leggi sitt af mörkum við greiningu og lausn þess vanda sem mannkyn allt stendur nú frammi fyrir. Þetta á jafnt við um hug- og raunvísindi. Í þessari málstofu verður glímt við viðfangsefnið út frá veðurfræðilegum forsendum en jafnframt siðfræðilegum og kirkjusögulegum. Spurt verður hvort hefðbundin guðfræðileg sjónarmið valdi miklu um þá stöðu sem uppi er og hvernig leiðandi guðfræðingar í samtímanum líta á vandann. Einnig verður spurt hvort guðfræðin standi nú í fyrsta sinn frammi fyrir því að taka afstöðu til loftslagsvár eða hvort hún eigi langa sögu í því efni.

Fundarstjóri er Elínborg Sturludóttir.

Föstudagur 8. mars

Hvar
Stofu 106 í Odda
Hvenær
Kl. 15.15-16.45

Málstofustjóri:
Hjalti Hugason


Fyrirlesarar og titlar erinda

8. mars kl. 15.15-16.45

[fblike]

Deila færslunni