Mál verður til

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Íslenskt táknmál (ÍTM) er mál sem er í stöðugri endursköpun. Upphaf málsamfélags þess má rekja til loka 19. aldar og síðan þá hefur málið tekið miklum og örum breytingum. Rof hefur orðið á milli málstiga, ekki síst vegna þeirra málhugmyndafræði sem málið hrærist í. Breytingar á íslenska táknmálinu eru síst minni í samtímanum en þær verða vegna áhrifa frá móðurtáknmáli erlendra málhafa eða aðfluttra döff. Hér verður fjallað um tilurð íslenska táknmálsins, áhrifavalda málsamfélagsins, breytileika og einkamállýskur. Þá verður rætt um málhugmyndafræði, viðhorf og málafstöðu sem af þeirri hugmyndafræði leiða.

Málstofan verður túlkuð á íslenskt táknmál.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 303 í Árnagarði

Hvenær
Kl. 15.00-16.30

Málstofustjóri:
Rannveig Sverrisdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 15.00-16.30

[fblike]

Deila færslunni