Málleg gagnasöfn og hagnýting þeirra í rannsóknum

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Mikill vöxtur hefur verið í gerð alls kyns málfræðilegra gagnasafna og svokallaðra málheilda, ýmist sem sjálfstæðra verkefna eða sem þáttar í afmörkuðum rannsóknarverkefnum. Þessi söfn eru af ýmsu tagi, svo sem m.t.t. efniviðarins, hvernig um hann er búið og hversu aðgengileg söfnin eru fyrir fræðasamfélagið. Í þessari málstofu er áhersla lögð á hvernig slík gagnasöfn geta nýst í rannsóknum. Kynntar verða niðurstöður úr rannsóknum sem byggja að stórum hluta á hagnýtingu gagnasafna á borð við Íslenska orðtíðnibók (http://malfong.is/?pg=ordtidnibok), Íslenskt textasafn (http://corpus.arnastofnun.is/), Ordbog over det norrøne prosasprog (https://onp.ku.dk/), Risamálheildina (http://malheildir.arnastofnun.is/), Ritmálssafn Orðabókar Háskólans (http://ritmalssafn.arnastofnun.is/) og Tímarit.is. Þá verður sagt frá gerð málheildar í rannsóknarverkefninu Íslenskt unglingamál og hvernig hún kemur til með að nýtast.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 304 í Árnagarði
Hvenær
Kl. 10.00-14.30

Málstofustjórar:
Einar Freyr Sigurðsson og Ásta Svavarsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 10.00-12.00

9. mars kl. 13.00-14.30

[fblike]

Deila færslunni