Mannöldin – náttúrusýn á nýrri öld?

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Málstofa um notagildi hugtaksins “mannöld” þegar kemur að umhverfis- og náttúruvernd.. Spurt er hvort og þá hvernig fræðasamfélagið getur upplýst umræðu um umhverfis- og loftslagsmál út frá sambandi manns og náttúru í ljósi hugmynda um mannöld.

Edward H. Huijbens prófessor kynnir fyrirlesara og stýrir umræðum.

Föstudagur 9. mars og laugardagur 10. mars

Hvar
Stofu 103 í Lögbergi
Hvenær
Kl. 15.00-17.00 og 10.00-12.00

Málstofustjóri: Edward H. Huijbens


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 15.00-17.00

Í fyrirlestrinum mun ég velta fyrir mér hvort við þurfum á nýjum og uppfærðum mannskilningi að halda á tímum mannaldar? Mannskilningi sem er um leið náttúruskilningur, og hjálpar okkur að öðlast betri skilning á þeim flókna tengslaveruleika sem við lifum í? Þegar ég stend andspænis jökli og skynja að við bæði, ég og jökullinn erum ógn á sama tíma og að okkur steðjar ógn, þá skil ég samband mitt við náttúruöflin allt öðrum skilningi og skynja það á allt annan hátt en t.d. bændurnir sem ákváðu á sínum tíma að beina jökulfljóti framhjá jörðunum sínum í Öræfum með einungis haka, skóflur og hesta að vopni. Við erum ekki andspænis hvort öðru lengur ég og jökullinn heldur erum við að bráðna saman. Þessi bráðnun er bæði að eiga sér stað í eiginlegum skilningi sem afleiðing loftslagsbreytinga, og í óeiginlegum skilningi á þann hátt að við skiljum betur og betur hvernig mörkin á milli manns og náttúru eru að mást út eða bráðna saman, og hafa jafnvel aldrei verið til. Hvað einkennir þennan nýja mannskilning?

Erindið fjallar um þversögn sem kom í ljós þegar ferða- og útivistarfólk á Hengilssvæðinu var spurt um svæðið og athafnir sínar þar síðasta sumar. Gestir svæðisins upplifa það sem ósnortna náttúru þrátt fyrir skýr ummerki um mannvist gegnum virkjun gufuafls þar. Þetta kom fram í könnun sem Orkuveita Reykjavíkur (OR) fjármagnaði. Meginmarkmið með henni var að afla gagna um viðhorf tiltekinna notendahópa til framkvæmda og mannvirkja á Henglinum og áhrif á upplifun og notkun þeirra á svæðinu. Könnunin sem notast var við byggir á spurningakönnun sem gerð var meðal ferðamanna við norðanverðan Kjalveg sumarið og haustið 2016 og var unnin af Land- og ferðamálafræðistofu við líf og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og hefur sambærileg þversögn komið fram þar. Markmið könnunar var tvíþætt. Annars vegar að kanna afstöðu til framtíðarsvæða sem mögulega verður virkjað á og hins vegar að kanna notkun og afstöðu til núverandi innviða á Hengilssvæðinu, bæði þá er snúa að útivist og þá er snúa að orkuvinnslu. Í ljósi þversagnar mun erindið spyrja hvernig mannöldin birtist okkur í upplifun ferðafólks á víðerni á röskuðum virkjunarsvæðum landsins. Þessu tengt mun erindið skýra þær áskoranir sem felast í að hugsa jörðina alla sem viðfang mannvistar á mannöld. Í þriðja lagi mun erindið ræða hvernig hið efnislega leikur hlutverk í upplifun okkar og skynjun á umhverfi og náttúru. Niðurstaðan er að með athugun á viðhorfum ferðafólks á þegar röskuðum framkvæmdasvæðum eða svæðum sem fyrirhugað er að raska fæst ekki annað fram en viðhorf til mannvirkja sem við sjáum eða vitum hvernig verða. Þeir sem njóta útivistar á svæðunum eða ætla sér það sætta sig við slíkt eða láta sig mannvirki engu varða í það minnsta. Þverstæðan er að þessi hópur hefur einfaldlega náttúruvætt manngerða náttúru og kallað víðerni þar sem þau hafa í raun ekki viðmið til annars. Betra dæmi um umhverfingu er varla hægt að finna.

Í erindinu verður fjallað um myndlist sem aðferð til þess að skilja og skynja ástand. Myndlist er skapandi en jafnframt greinandi aðferð sem gengur oft þvert á allar kenningar. Listaverk búin til úr efni eða anda geta virkað með órökréttum hætti en í þeim birtist sú skapandi sýn sem hjálpar okkur að móta framtíðina. Í fyrirlestrinum verða einnig fléttaðar inn kenningar OOO (Object-Oriented Ontology) sem komu fram á sjónarsviðið um aldamótin síðustu og eru auk annars, undir áhrifum frá aðferðafræði myndlistarmanna en hafa einnig veitt þeim ríkan innblástur. Þessi hugsun hefur skipað stóran sess í því að skilja frekar áhrif mannaldarinnar (the anthropocene) og þátt mannkyns í þeirri þróun, sem og kollvarpa þeim mannmiðjuhugmyndum sem einkennt hafa heimspeki frá upphafi.

Það vefst ekki fyrir mönnum að skilgreina mannaldarhugtakið. Samt vekur það stórar og áleitnar spurningar. Hvað líður tímanum á mannöld og hvernig getum við vitað það? Skyldi vera tímabært að tala um jarðfélagslegan (geosocial) sáttmála þar sem gömul og gild hugtök á borð við samstöðu og jafnrétti öðlast nýja og jarðbundnari merkingu? Gæti mannaldarhugmyndin orðið að jarðfræðilegu afli, tæki til að beina sjónum að umhverfisvanda samtímans og sporna við fótum?

10. mars kl. 10.00-12.00

“As artists working serially with specialists in other fields, (botany, museology, zoology and many more) the complexities we encounter, in relation to subjects of our inquiry, are respectively extended and intensified. The way an artist presents information or the way s/he chooses to withhold ’spectacle’ for instance, rather than tapping its easy currency, is paramount in disrupting preconceptions in respect of a given subject. For this reason, whatever individual thing is already clearly seen is rarely in fact, likely to be the focus of the work. The oblique view suggesting what is beyond simple sight is the privilege of the artist whose view is always greater and more complex than what it is s/he may present. We believe that this mechanism of strategic withholding and disclosure can also be of significance in relation to how humans must now consider the environmental jeopardy – of habitats and species. In this paper the apparent paradox is explored through the lens of a single event, which came to light during research for an art installation Matrix (2016) by Snæbjörnsdóttir/Wilson. Central to the project, is a study of architectural variance in polar bear dens and their relation to a nexus of human activity in the Arctic, including indigenous peoples, the oil industry, conservation agencies and tourism. As is the case with much of our work we channel the principles embodied in the act of searching – in this case an oil industry surveillance flight over the coastal terrain of the northern Alaska using forward looking infrared technology (FLIR) to identify late autumn denning sites. The disturbance that this particular search prompted is a trigger for conjecture in relation to interspecific protocols and the questionable primacy of ‘sighting’ in eco-tourism.”

„Allt í frá sköpun heimsins hafa nú enn ekki nokkrir menn so vér höfum fregn af fengið getað fullskoðað heiminn og þær skepnur og náttúrur og þeirra deilingar eðlis og krafta sem jarðarinnar fyllingu fylgir og til heyrir bæði innvortis og útvortis.“ Þessi orð Jóns Guðmundssonar lærða (1574-1658) eru sprottin úr hugmyndadeiglu endurreisnarinnar, sem var tímabil undra og hins óþekkta. Jón skrifaði þetta árið 1644. 2-3 árum síðar ritaði hann fræga lýsingu á náttúrum Íslands þar sem hann lýsti málmum og metöllum í jörðu, til að mynda silfursandi og salttpétri (á Þeistareykjum), sem hægt væri að nýta og undir lokin segir hann: „Hvar sem nú er allt þetta áðurgreint til í landinu, þá vantar ekki til utan meistara þekkingarinnar og reynsluna, eður rannsak landsins.” Hér er hann að ræða um nýtingu náttúrugæða sem þyrfti að byggjast á þekkingu (hann taldi reyndar að Danir mundu nú aldrei hafa rænu á að gera neitt í málinu). Þessi tvö ólíku sjónarmið eins manns, sett fram um svipað leyti, leiða hugann að vísindabyltingunni sem í gerjun var og iðnbyltingunni sem fylgdi í kjölfarið, en ekki síst því hugarfari eða afstöðu til náttúrunnar sem þar með breyttist. Anthroposcene hugtakið í sinni einföldustu mynd byggist á jarðsögulegum áhrifum af þeim athöfnum manna sem spruttu af þessum breytingum. Í fyrirlestrinum verður fjallað um mannöldina út frá þessum tveim sjónarhornum Jóns lærða, hvort eitthvað megi tileinka sér af endurreisnarviðhorfum hans og jafvel bræða saman við pósthúmaníska hugmyndagerjun nútímans og í því skyni verða tekin dæmi af blautum draumum ýmissa um nýtingu Mývatns.

Ætlunin er að fjalla um manninn sem tengslaveru út frá náttúru, líkamleika og innsæi. Hvernig getum við endurskoðað stöðu okkar á jörðinni án þess að drottna yfir henni? Hvernig má lífga visthverft viðhorf okkar til umhverfisins á mannöld? Innsæisþekking er samkvæmt Henri Bergson hið eiginlega lífsafl sem fleytir okkur áfram. Heimspeki Luce Irigaray leitast við að skerpa á þessari hugsun með því hverfa frá frumspeki nærverunar í tungumálinu til náttúrunnar, líkamleika, skynjunar og tilfinninga. Maðurinn tengist frumefnum heimsins, en hann verður til í (leg)vatni og fær hlutdeild í heiminum með því að anda að sér súrefni (lofti). Í plönturíkinu er hægt að endurnýja skynjunina, uppgötva nýjar tilfinningar og þíða frosin hugtök skynseminnar. Þannig má finna aftur mennskuna, afmá rótgrónar andstæður um menningu (logos) og náttúru, karl og konu, opna fyrir fljótandi, dýnamíska hugsun, nánd, snertingu, líkamleika og samveruleika.

In ”Dark Tidings: Anarchist Politics in the age of collapse” Uri Gordon paints an ominous picture: ”industrial civilization is coming down” and anarchists ”are now required to project themselves into a future of growing instability.” While I am skeptical about the first claim, I want to discuss how we should do the latter. These are connected. Popular culture as well as subcultural political movements have been insaturated with the image of civilizational collapse in ways that are not conducive to anarchist practices. The image of catastrophe lends itself to romantization of survivalist individualism and a Hobbesian worldview. I argue that climate change and environmental destruction will not lead to a collapse of the current world-order. On the contrary, it is likely to reinforce that order. Capitalist colonialization will find new forms as states and corporations use local disasters to increase their domination. This is the likely future we must project ourselves into and find ways of resisting. This resistance cannot take the form of romantic self-dependence or of despair, spurred by the image of social collapse. Instead we must develop communities based on social connections, solidarity and trust – it is these features that have allowed communities to survive local disasters in the past and to resist those who try to exploit them. Rather than a sudden catastrophic event we must imagine climate change as merely intensifying such disasters and the power structures that exploit them. Staying calm and building community will be increasingly important in the age of growing instability.

Deila færslunni