Margar hliðar máltileinkunar

In Málstofur by Margrét Guðmundsdóttir

Í þessari málstofu, sem skipulögð er af Rannsóknastofu í máltileinkun (RÍM), verður fjallað um máltileinkun, tölvur og tungumálanám og viðhorf bæði útlendinga og Íslendinga til tungumálsins, tungumálanáms og þeirra sem tala íslensku sem annað mál. Í byrjun málstofunnar verður sagt frá rannsóknum á viðhorfum Íslendinga til erlends hreims í íslensku og sjónum beint að því sem liggur að baki viðhorfunum. Þá verða hugleiðingar um viðhorf útlendinga og Íslendinga til málanáms og íslensku. Því næst verður fjallað um rannsókn á máltileinkun í þjónustusamtölum og þróunin skoðuð yfir þriggja ára tímabil. Síðustu tvö erindin snúa að tölvum og tungumálanámi. Fjallað verður um rannsókn á innri og ytri þáttum sem hafa áhrif á árangur og framvindu í netnámi og loks verður kynnt ný tölvutækni sem auðveldar bóklestur á nýju tungumáli á netinu.

Laugardagur 9. mars

Hvar
Stofu 303 í Árnagarði
Hvenær
Kl. 11.00-14.30

Málstofustjóri:
Sigríður D. Þorvaldsdóttir


Fyrirlesarar og titlar erinda

9. mars kl. 11.00-12.00

9. mars kl. 13.00-14.30

[fblike]

Deila færslunni