Margræðni í Íslendingasögum

In Málstofur by Anna Ragnheiður Jörundardóttir

Fram til síðari hluta 20. aldar héldu fræðimenn að hægt væri að endurskapa með rannsóknum sínum frumrit miðaldatexta. Þannig mætti komast að upprunalega tilgangi höfunda með verkinu. Á sama tíma héldu flestir þeir sem fengust við miðaldabókmenntir fast við þá fornu skoðun að góð frásögn þyrfti að vera ótvíræð, og að höfundar á miðöldum myndu ekki hafa brugðið út af þessari hefð. Fæstir trúa því lengur. Þvert á móti er í dag viðurkennt að texti bókmenntaverka á miðöldum sé fljótandi þar sem engin tvö handrit geyma nákvæmlega sama texta og oft er á þeim mikill munur. Enn fremur hefur verið vaxandi skilningur á margræðni margra texta frá miðöldum, bæði vegna þess að höfundar vildu hafa þá þannig, en líka vegna þess hvernig eftirritarar breyttu textunum. Í málstofunni verður sagt frá tilraunum til að gera grein fyrir þessari margræðni í tveimur Íslendingasögum, Egils sögu og Njáls sögu.

Föstudagur 8. mars

Hvar
Stofu 310 í Árnagarði
Hvenær
Kl. 13.15-14.45

Málstofustjóri:
Jan Alexander van Nahl


Fyrirlesarar og titlar erinda

8. mars kl. 13.15-14.45

[fblike]

Deila færslunni