Milli mála – milli landa

In Málstofur by Elín Björk Jóhannsdóttir

Málstofan fjallar um rannsóknir á máli og menningu Vestur-Íslendinga og afkomenda þeirra og er að hluta til afrakstur af verkefni sem RANNÍS studdi um þriggja ára skeið.

Laugardagur 10. mars

Hvar
Stofu 103 í Lögbergi
Hvenær
Kl. 13.00-16.30

Málstofustjóri:
Úlfar Bragason


Fyrirlesarar og titlar erinda

10. mars kl. 13.00-14.30

Í erindinu verður fjallað um hvernig hugmyndin um Vestur-Íslendinginn hefur verið notuð í opinberri orðræðu og sögulegu efni frá tímum vesturferða til dagsins í dag. Rýnt verður lauslega í kenningar fræðimanna um ímyndir og sjálfsmyndir, en annars farið yfir sögu „Vestur-Íslendingsins“ sem hugtaks. Skoðað verður hvernig hugtakið spratt upp úr þjóðfélagsdeilum 19. aldar, sem annars vegar snéru að framtíð Íslands en hins vegar að fortíð Ameríku. Í framhaldinu verður farið yfir hvernig meðferð hugtaksins birtist í ýmsum útgefnum ritum á 19. og 20. öld, heimildamyndum og kómedíu eftir 1970 og loks hvernig það er að mörgu leyti orðið útþvælt, þar sem það nýtist illa í hinu þverþjóðlega samhengi sem því er ætlað að þjóna á 21. öldinni.
Ameríkubréf eru bréf sem innflytjendur í Norður-Ameríku frá einhverju Evrópulandi skrifuðu ættingjum eða vinum í gamla landinu. Meginstraumur Evrópumanna til Norður-Ameríku var á 19. öld og fyrstu áratugum 20. aldar. Eins og samgöngum var þá háttað þýddi flutningurinn að viðkomandi sá sjaldnast aftur ættingja og vini sem heima sátu. Bréfin urðu þess vegna tengiliður milli fólks sem bjó beggja vegna Atlantsála. Um 1/5 hluti Íslendinga fluttist til Ameríku á tímabilinu 1870–1914. Mikið af bréfum frá íslensku vesturförunum hefur varðveist. Bandaríski sagnfræðingurinn H. Arnold Barton hélt því fram að lestur Ameríkubréfa væri „greiðasta leiðin […] til að heyra innflytjendur, sem eru ekki lengur í tölu lifenda, lýsa lífsreynslu sinni og hvernig sú reynsla hafði áhrif á þá.“ Í fyrirlestrinum verður fjallar um þessar heimildir úr grasrótinni.

„Vonir: Söguþáttur úr Vesturheimi“ (1888) er frásögn Einars Hjörleifssonar (Kvaran) af því hvernig íslenskir innflytjendur til Kanada flengdust með járnbrautarlest (helstu táknmynd nútímans um aldamót 19. og 20. aldar) úr samfélagi sem hafði tekið fáum breytingum um margra alda skeið inn í borgarmenningu nútímans í Winnipeg. Það sem er þó mest heillandi við sögu Einars er hvernig hann gerir tilraunir með frásagnaraðferðir sem eru við hæfi til að lýsa inntaki sögunnar – ekki síst til að tjá mismunandi hughrif, sjónarhorn og reynslu sögupersónanna með aðferðum sem urðu seinna áberandi í frásagnargerð módernista. Einar hvarf aftur á móti að miklu leyti frá þessari byltingarkenndu tilraunastarfsemi. Í fyrirlestrinum mun ég bregða upp nokkrum dæmum um nýstárlega frásagnartækni Einars í sögunni.

10. mars kl. 15.00-16.30

Few aspects of language seem more straightforward than the meaning of words referring to concrete objects and their observable characteristics. A cup and bowl on a table or the red of berries against green leaves strike us as obvious aspects of the world. However, the reality is far more complicated. Some languages have no word for green; some do not make a simple cup~bowl distinction.

An interesting question is then whether the naming practices of heritage languages show more influence of the ancestral language or the new cultural environment, and whether this varies according to the nature of the semantic categories.

Research, using the methodology of the Evolution of Semantic Systems project, investigated such questions, comparing North American Icelandic (NAI) with North American English (NAE) and European Icelandic (ICE). It shows that variation overall is greater in the container and spatial relation categories than in colours and body parts. However, NAI has a categorisation that is more similar to NAE than ICE in 3/4 categories: body parts, colour naming and containers. Only in the category of spatial relations is NAI more similar to ICE. This may reflect the grammatical nature of spatial relation coding with prepositions.

Í fyrirlestrinum, sem byggist á grein í væntanlegri bók um vesturíslenskt mál og menningu, verður einkum fjallað um íslenskt mál og málþróun í Norður-Ameríka á vesturfaratímanum og síðar í ljósi nýrra ytri aðstæðna. Meðal spurninga sem vikið verður að má nefna þessar: Úr hvaða málumhverfi voru vesturfararnir sprottnir? Hvernig mótaði glíma þeirra við ný heimkynni og nýjan veruleika móðurmál þeirra? Hvernig voru aðstæður í Vesturheimi til að skila málinu áfram til næstu kynslóðar? Hvaða þættir höfðu einkum áhrif á það hvernig til mætti takast?

Söfnunar- og skráningarverkefnið Í fótspor Árna Magnússonar hóf göngu sína árið 2015 og hefur það að markmiði að kortleggja, mynda og skrá íslensk handrit, bréf og önnur frumgögn á íslensku í Norður-Ameríku. Í þessum fyrirlestri verður sjónum beint að stafrænni söfnun sem rannsóknaraðferð til að kanna handritamenningu Vesturfara og hvernig hlutverk handskrifaðra texta á íslensku breytist með tímanum. Einnig verður sagt frá myndagagnagrunni verkefnisins, sem er í þróun, og áhrifum ólíkra reglugerða á birtingu myndgagna í rannsóknarskyni í verkefnum sem þessum.

Deila færslunni